Fréttir: Apríl 2017

Reykjavíkurmeistaramót Fáks 9.-14.maí

26.04.2017
Mótið verður haldið dagana 9.-14.maí n.k. í Víðidalnum og verður WR mót. Skráning fer fram dagana 1.-4.maí (miðnætti). Mjög strangt verður tekið á þessum skráningarfresti, ekki verður hægt að skrá eftir að honum lýkur

Skrifstofa LH lokuð 19.-21.apríl

18.04.2017
Fréttir
Skrifstofa LH verður lokuð dagana 19. - 21. apríl 2017. Opnað verður aftur mánudaginn 24. apríl kl. 9:00. Vegna áríðandi mála skal hafa samband við formann sambandsins.

Hestaveislan 2017

18.04.2017
Fréttir
Helgin 21.-22. apríl verður hlaðin hestatengdum viðburðum á Akureyri og í nærsveitum. Á föstudag kl. 14:00 verður Hulda Gústafs með sýnikennslu, frítt inn. Á föstudagskvöldinu verður stórsýningin Fákar og fjör, kl. 20:00 og kostar 3.000 kr.

Lokakvöld KEA mótaraðarinnar

18.04.2017
Fréttir
Föstudaginn 14.apríl var lokakeppniskvöld KEA mótaraðarinnar í Léttishöllinni þetta árið. Keppt var í tveimur greinum Tölti T2 og flugskeiði.

Bergur og Katla voru allra sterkust

15.04.2017
Fréttir
Bergur Jónsson og Katla frá Ketilsstöðum voru "allra sterkasta" parið í töltkeppni kvöldsins. Þau báru sigur úr býtum með 8,61 í einkunn. Annar var Jakob Svavar Sigurðsson á Júlíu frá Hamarsey með 8,33.

„Þeir allra sterkustu“ ráslistar

15.04.2017
Fréttir
Það er komið að „Þeim allra sterkustu“ í Samskipahöllinni. Húsið opnar kl. 18 í kvöld laugardaginn 15.apríl og forkeppni í tölti hefst kl. 20:00. Áætlað er að flugskeiðið verði um það bil kl. 21:45.

Súpertöltarar og vonarstjörnur í Samskipahöllinni

14.04.2017
Fréttir
Sterkustu töltarar landsins munu dansa um gólfið í Samskipahöllinni á laugardagskvöldið kemur, þegar „Þeir allra sterkustu“ fer fram. Bergur og Katla – Gummi Björgvins og Straumur – Jakob Svavar og Júlía – Elin Holst og Frami – Siguroddur og Steggur – Ævar Örn og Vökull!

Líflandsmót Léttis 15.apríl

12.04.2017
Líflandsmót Hestamannafélagsins Léttis verður haldið í Léttishöllinni 15. apríl.

Stóðhestapotturinn glæsilegur

12.04.2017
Um sjötíu folatollar undir glæsilega stóðhesta eru komnir í pottinn á „Þeir allra sterkustu“ í Samskipahöllinni um helgina. Hver folatollur kostar aðeins kr. 30.000 og dregur kaupandinn sér umslag og fær þá að vita undir hvaða stólpagrip hann hefur hlotið folatoll á ótrúlegu verði!