Súpertöltarar og vonarstjörnur í Samskipahöllinni

14. apríl 2017
Fréttir
Ævar Örn og Vökull frá Efri-Brú / Yvonne Benzian

Sterkustu töltarar landsins munu dansa um gólfið í Samskipahöllinni á laugardagskvöldið kemur, 15. apríl, þegar „Þeir allra sterkustu“ fer fram. Bergur og Katla – Gummi Björgvins og Straumur – Jakob Svavar og Júlía – Elin Holst og Frami – Siguroddur og Steggur – Ævar Örn og Vökull! Töltveislan verður vígaleg þar sem saman koma reynd keppnishross og vonarstjörnur knárra knapa.

Skeiðið verður sömuleiðis sterkt og þar mun hraði og spenna taka völdin. Teitur og Ör – Sigurbjörn og Snarpur – Elvar kemur að norðan með Hrapp og Segul – Siggi Sig og Drift.

Stóðhestapotturinn á „Þeir allra sterkustu“ er fullur af fyrstu verðlauna hestum. Eigendur þeirra sýna stuðning sinn við íslenska landsliðið í verki og hafa gefið toll undir þessa glæsihesta. Potturinn virkar þannig að menn kaupa sér eitt umslag á kr. 30.000 og draga það sjálfir úr pottinum. Síðan kemur í ljós undir hvaða gæðing viðkomandi hefur hlotið folatoll. Hvar annars staðar en á „Allra sterkustu“ færðu folatoll undir 1.v stóðhest á 30.000 kall!?

Miðasalan er í Líflandi Lynghálsi, Borgarnesi og Hvolsvelli, hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi og í Top Reiter Ögurhvarfi. Opið á morgun laugardag.

Húsið opnar kl. 18 og keppni hefst kl. 20.

Tölt - keppendur
Ásmundur Ernir Snorrason Kórall frá Lækjarbotnum IS2005186809
Atli Freyr Maríönnuson Óðinn frá Ingólfshvoli IS2005187030
Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum IS2008276173
Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum IS2007176176
Freyja Amble Gísladóttir Álfastjarna frá Syðri-Gegnishólum IS2010287660
Guðmundur Björgvinsson Straumur frá Feti IS2008186917
Hákon Dan Ólafsson Gormur frá Garðakoti IS2006158377
Helgi Þór Guðjónsson Hnoss frá Kolsholti IS2009287695
Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey IS2009282316
Jóhanna Margrétt Snorradóttir Kári frá Ásbrú 2010181385
Krístín Lárusdóttir Aðgát frá Víðivöllum fremri IS2008275280
Matthías Leó Matthíasson  Ópera frá Vakurstöðum   IS2008281981
Ólafur Andri Guðmundsson Nína frá Feti IS2010286901
Ragnhildur Haraldsdóttir Gleði frá Steinnesi IS2010256299
Randi Holaker Þytur frá Skáney 2005135813
Sara Sigurbjörnsdóttir Trú frá Eystra-Fróðholti IS2013286187
Sigurbjörn Bárðarson Nagli frá Flagbjarnarholti IS2008186651
Sigurður Sigurðarson Arna frá Skipaskga IS2006201042
Siguroddur Pétursson Steggur frá Hrísdal IS2009137717
Sigursteinn Sumarliðason Háfeti frá Hákoti IS2009186430
Steinn Haukur Hauksson Hreimur frá Kvistum IS2005181968
Þórdís Erla Gunnarsdóttir Ösp frá Enni IS2002258442
Viðar Ingólfsson Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II IS2011286771
Vignir Sigurgreisson Rómur frá Hemlu IS2009180608
Ævar Örn Guðjónsson Vökull frá Efri-Brú IS2009188691

Skeið – keppendur
Elvar Einarsson Segull frá Halldórsstöðum IS2004157543
Elvar Einarson Hrappur frá Sauðárkróki IS2002157008
Erlendur Ari Óskarsson Sveppi frá Staðartungu IS2005165313
Glódís Rún Sigurðard Blikka frá Þóroddstöðum IS2006288809
Hákon Dan Spurning frá Vakurstöðum IS2007281982
Hans þór Hilmarsson Assa frá Bjarnarhöfn IS2009237210
Helgi Þór Guðjónsson Flipi Haukholtum
Sæmundur Sæmundsson Þyrill frá Djúpadal IS2006158766
Sigurbjörn Bárðarson Snarpur frá Nýja-Bæ IS2004135518
Sigurður Óli Kristinsson Snælda frá Laugabaóli IS2006249014
Sigurður Sigurðarsson Drift frá Hafsteinsstöðum IS2000257156
Sigursteinn Sumarliðason Bína frá Vatnsholti IS2009287270
Svafar Örn Hreiðarsson Hekla frá Akureyri IS2005265980
Teitur Árnason Örn frá Eyri IS2007235679
Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum IS2009165514
Védís Huld Sigurðar Fáki frá Stóra Hofi IS1998186009