Fréttir: Apríl 2017

Vígalegir stóðhestar í pottinum

11.04.2017
Fréttir
Stóðhestapotturinn á „Allra sterkustu“ er fullur af fyrstu verðlauna hestum. Eigendur þeirra sýna stuðning sinn við íslenska landsliðið í verki og hafa gefið toll undir þessa glæsihesta.

Lokamót Meistaradeildar Cintamani - ráslistar

07.04.2017
Þá eru ráslistarnir fyrir tölt og flugskeið tilbúnir en keppt verður í þessum tveimur greinum á morgun í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi. Keppni hefst á slaginu 19:00 með forkeppni í tölti en það er Konráð Valur Sveinsson sem ríður á vaðið.

Lokamótið er í kvöld - ráslisti

06.04.2017
Lokamót Meistaradeildar æskunnar og Líflands verður í Reiðhöllinni í Víðidal í kvöld kl. 18. Það er EQUASANA töltið sem er lokahnykkur mótaraðarinnar að þessu sinni.

Skeiðkeppni á „Allra sterkustu“

06.04.2017
Landsliðsnefnd LH heldur á hverju ári glæsilegt mót til fjáröflunar fyrir íslenska landsliðið í hestaíþróttum, sem í ár heldur á HM í Hollandi í ágústmánuði.

Lokamót Meistaradeildar Líflands og æskunnar

05.04.2017
Komið er að EQUASANA töltinu og keppt verður í T1 í Reiðhöllinni í Víðidal fimmtudagskvöldið 6.apríl kl. 18:00. Mikil stemning er í keppendum enda munu úrslitin í einstaklings- og liðakeppninni ráðast það kvöld.

Lokað í dag miðvikudag

05.04.2017
Vegna veikinda er skrifstofa LH lokuð í dag miðvikudaginn 5.apríl. Við bendum á netfangið lh@lhhestar með erindi sem berast þurfa LH.

Spennandi lokamót Meistaradeildar

04.04.2017
Síðasta mót Meistaradeildar í hestaíþróttum verður haldið 7. apríl í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi. Keppt verður í tölti og skeiði í gegnum höllina en keppnin hefst kl. 19:00.

Lokamót Uppsveitadeildarinnar

03.04.2017
Fréttir
Uppsveitadeildinni 2017 lauk með mikilli sýningu frábærra tölt- og skeiðhrossa í Reiðhöllinni á Flúðum, föstudagskvöldið 31. mars 2017.

Ábyrgð kennara/þjálfara, keppanda, aðstandenda, dómara

03.04.2017
Fréttir
Keppnistímabilið í hestamennskunni er alltaf að lengjast með tilkomu hinna ýmsu innanhúsdeilda, sem er mjög jákvætt fyrir íþróttina. Þegar keppnistímabilið er í fullum gangi er spennandi að fylgjast með knöpum undirbúa sig í höllum og á völlum hestamannafélagana.