Fréttir: Febrúar 2015

Næst keppt í gæðingafimi

09.02.2015
Á fimmtudaginn næsta, 12.febrúar, munu gæðingafimin fara fram en keppni hest kl. 19:00. Hvetjumvið fólk til að mæta og horfa á þessa mjög svo spennandi keppnisgrein sem nýtur nú vaxandi vinsælda enda reynir mjög á samspil knapa og hests.

Íslandsstofa og HM í Herning

09.02.2015
Fréttir
Íslandsstofa undirbýr þátttöku íslenskra fyrirtækja á sölu- og sýningarsvæði Heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem fram fer í Herning í Danmörku, dagana 3.-9. ágúst 2015.

Samstarf LH og Úrval útsýnar

05.02.2015
Fréttir
Úrval Útsýn og Landssambandi hestamannafélaga eru með samstarf um ferðir á HM 2015. Með því að kaupa ferð styrkir þú Landsliðið í hestaíþróttum.

Skrifstofan lokuð

03.02.2015
Skrifstofa LH verður lokuð á fimmtudag og föstudag vegna FEIF þings. (5-6. febrúar)

Léttir ræður framkvæmdarstjóra

02.02.2015
Fréttir
Stjórn Hestamannafélagsins Léttis hefur gert tímabundinn ráðningarsamning við Andreu M. Þorvaldsdóttir. Samningurinn gildir frá og með þessum mánaðarmótum til 31. maí 2015. Andrea er ráðin í 50% starfshlutfall.

Páll Bragi Hólmarsson liðsstjóri

02.02.2015
Fyrir helgi undirritaði Lárus Á. Hannesson formaður LH samstarfssamning við Pál Braga Hólmarsson um að vera liðsstjóri íslenska landsliðsins á HM 2015

Vinnufundur stjórnar

02.02.2015
Stjórn LH átti góðan vinnufund í heimabæ formanns, Stykkishólmi dagana 23-24. janúar.