Léttir ræður framkvæmdarstjóra

Andrea Þorvaldsdóttir
Andrea Þorvaldsdóttir

Stjórn Hestamannafélagsins Léttis hefur gert tímabundinn ráðningarsamning við Andreu M. Þorvaldsdóttir. Samningurinn gildir frá og með þessum mánaðarmótum til 31. maí 2015. Andrea er ráðin í 50% starfshlutfall.

Stjórn Léttis telur sig vera afar heppin að fá starfsmann sem Andreu til þessa tímabundinna starfa. Hún er eins og flestir vita fyrrverandi formaður félagsins og öllum hnútum kunn.

Viðtalstími framkvæmdastjóra er frá 14:00 til 16:00 í síma 864 6430.

Stjórn Léttis.