Fréttir: Júní 2014

RÚV sendir út frá LM

26.06.2014
RÚV og Landsmót hestamanna hafa samið um útsendingarrétt af mótinu og mun RÚV senda stóran hluta dagskránnar út beint, auk þess sem valdir liðir verða endursýndir.

Tilkynning frá LH vegna lyfjamáls

21.06.2014
Fréttir
Vegna frétta á netmiðlinum Vísi um niðurstöðu áfrýunardómstóls ÍSÍ í máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar varðandi lyfjanotkun notkun hans sendir Landssamband hestamannafélaga frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Stöðulistar í skeiði

14.06.2014
Fréttir
Hér eru stöðulistar í skeiði eins og þeir koma fyrir laugardaginn 14.júní. Athugið að þetta er ekki endanlegur listi, því enn eiga eftir að koma inn lögleg mót frá einhverjum mótshöldurum.

Gæðingakeppni Léttis - ráslistar

12.06.2014
Fréttir
Hér má sjá ráslista fyrir gæðingakeppni Léttis sem fram fer um helgina.

Kortasjáin stækkar

10.06.2014
Búið er að skrá í kortasjána allar reiðleiðir í Þingeyjarsýslum að Jökulsá á Fjöllum. Viðbótin nú er 308 km þannig að í heild eru komnir 10.051 km af reiðleiðum í kortasjána. Næstu verkefni verða Dalasýsla og Snæfellsnes áður en ráðist verður í að klára Norðausturland og svo Austurland.

Skrifstofa LH lokuð e.h. í dag

06.06.2014
Skrifstofa LH verður lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn 6. júní. Með aðkallandi erindi vinsamlegast sendið tölvupóst á lh@lhhestar.is.

Sænskir dómarar styðja bann LH

06.06.2014
Sænskir hestaíþróttadómarar hafa tekið höndum saman og staðið með LH að banna tungubogamél með vogarafli. Dómararnir skora jafnframt á FEIF að taka undir með LH og banna búnaðinn á öllum viðburðum/mótum íslenska hestsins. Þeir sendu formlegt bréf til stjórnar FEIF, sem og sport- og kynbótaleiðtoga samtakanna.

Samskip styrkja Landssamband hestamannafélaga

05.06.2014
Fréttir
Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Landssambands hestamannafélaga – LH og Samskipa um stuðning við Landsmót hestamanna sem haldið verður á Hellu 30. júní – 6. júlí í sumar, ásamt stuðningi við Landslið Íslands í hestaíþróttum.

Stöðulisti í tölti T1

05.06.2014
Fréttir
Eins og staðan er í dag, fimmtudag 5. júní er 30. knapi á stöðulista í T1 með einkunnina 7,13. Enn er tími fyrir töltara til að spreyta sig á því að komast inná listann, því endanlegur stöðulisti verður birtur þann 22. júní.