Tilkynning frá LH vegna lyfjamáls

Vegna frétta á netmiðlinum Vísi um niðurstöðu áfrýunardómstóls ÍSÍ í máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar varðandi lyfjanotkun hans sendir Landssamband hestamannafélaga frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: 

Landssamband hestamannafélaga furðar sig á niðurstöðu áfrýunardómstóls ÍSÍ og telur hana skaða ímynd íþróttahreyfingarinnar og þar með talið hestaíþróttarinnar í landinu. 

Það hefur verið sameiginlegt markmið íþróttahreyfingarinnar í öllum löndum að berjast gegn notkun ólöglegra lyfja í íþróttum.  Í ljósi þess er erfitt að skilja þessa ákvörðun dómstólsins fyrr en rökstuðningur liggur fyrir. 

Stjórn LH