Fréttir: Mars 2011

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

31.03.2011
Fréttir
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður fimmtudagskvöldið 31. mars kl. 20:00 í Hliðskjálf félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi.

Skeiðmót á sunnudag

31.03.2011
Fréttir
Þá styttist í næsta mót Meistaradeildar í hestaíþróttum sem er Skeiðmótið. En það verður haldið í Sörla, Hafnarfirði, á sunnudaginn klukkan 14:00.

Landsliðshappdrætti - Krákur frá Blesastöðum 1A

30.03.2011
Fréttir
Happdrættisvinningur Ístöltsins „Þeir allra sterkustu“ er að þessu sinni folatollur undir einn vinsælasta stóðhest Íslands, gæðinginn Krák frá Blesastöðum 1A. Gefendur folatollsins er Kráksfélagið ehf.

Asi, Aspar, Héðinn og Kjerúlf!

30.03.2011
Fréttir
Rétt er að árétta það að þeir stóðhestar sem koma fram á Ístöltinu „Þeir allra sterkustu“  er eingöngu sýningaratriði, ekki er um að ræða stóðhestakeppni.

Hólaskóli á Hestadögum

30.03.2011
Fréttir
Á morgun tekur hestafræðideild Hólaskóla þátt í dagskrá Hestadaga. Kynningin verður á svæði hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ og hefst kl. 17:00. Þarna munu starfsmenn og nemendur deildarinnar kynna starfsemi hennar, einkum hina nýju námsbraut til BS-gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu sem og knapamerkjakerfið

"Hestadagar í Reykjavík" / Stórsýning fjölskyldunnar reiðhöllinni Víðidal

29.03.2011
Fréttir
Stórsýning fjölskyldunnar reiðhöllinni Víðidal Föstudagskvöldið 1.apríl næstkomandi verður haldin stórsýning fjölskyldunnar þar sem hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu munu sýna atriði, ásamt fleiri góðum gestum. Dagskrá sýningarinnar verður fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Stórglæsilegir stóðhestar á Ístöltinu

29.03.2011
Fréttir
Það verða stórglæsilegir stóðhestar sem munu etja kappi hvor við annan í stóðhestakeppninni á Ístöltinu „Þeir allra sterkustu“ sem fer fram í Skautahöllinni í Laugardal 2.apríl nk.

Ráslistar fyrir KS-deildina

29.03.2011
Fréttir
Nú líður að lokakvöldinu í KS-deildinni (meistaradeild norðurlands) sem verður miðvikudaginn 30. mars kl. 20:00.