Stórglæsilegir stóðhestar á Ístöltinu

29. mars 2011
Fréttir
Það verða stórglæsilegir stóðhestar sem munu etja kappi hvor við annan í stóðhestakeppninni á Ístöltinu „Þeir allra sterkustu“ sem fer fram í Skautahöllinni í Laugardal 2.apríl nk. Það verða stórglæsilegir stóðhestar sem munu etja kappi hvor við annan í stóðhestakeppninni á Ístöltinu „Þeir allra sterkustu“ sem fer fram í Skautahöllinni í Laugardal 2.apríl nk.

Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum kemur fram í fyrsta sinn opinberlega ásamt þjálfara sínum Erlingi Erlingssyni. Herjólfur er á fimmta vetur undan Hendingu frá Úlfsstöðum og Gígjari frá Auðsholtshjáleigu, gífurlega efnilegur foli sem gaman verður að sjá á ísnum.

Máttur frá Leirubakka og Sigurður Matthíasson mæta ískaldir til leiks en þeir vöktu verðskuldaða athygli í fimmgangi Meistaradeildarinnar nú fyrir skemmstu. 

Sigurvegari fjórgangs Meistaradeildarinnar Loki frá Selfossi og Sigurður Sigurðarsson mæta einnig og munu án efa leggja allt undir og ríða til sigurs.

Korgur frá Ingólfshvoli er ungur og spennandi foli undan Leikni frá Vakursstöðum. Hann verður sýndur af þjálfara sínum, Artemisiu Bertus.

Fleiri stóðhestar verða kynntir til leiks á næstu dögum ásamt þeim hestum sem taka þátt í töltkeppninni.

Forsala miða er hafin í öllum helstu hestavöruverslunum. Tryggið ykkur miða í tíma!