Fréttir: Maí 2009

Skeiðleikar Skeiðfélagsins 13. maí

06.05.2009
Fréttir
Miðvikudaginn 13. maí verða fyrstu Skeiðleikar af fjórum sem Skeiðfélagið og stendur fyrir í ár. Verða þeir haldnir að Brávöllum, félagssvæði Sleipnis á Selfossi og hefst keppni klukkan 20:00. Keppt verður í 100m, 150m og 250m skeiði.

Taumlás hrekkur í sundur

05.05.2009
Fréttir
Sævar Leifsson, hestamaður í Hafnarfirði, slapp með skrekkinn þegar hann var í útreiðartúr með félaga sínum fyrir skömmu og taumlás hrökk í sundur. Hann var með nýjan taum sem hann hafði keypt í versluninni Hestar og menn.

Opið íþróttamót Sóta

05.05.2009
Fréttir
Í tilefni af 20 ára afmæli Hestamannafélagsins Sóta verður haldið opið íþróttamót á nýjum glæsilegum velli félagsins við Breiðumýri  á Álftanesi 16. og 17. maí næstkomandi. Keppt verður í öllum aldursflokkum í fjórgangi, fimmgangi, tölti og T-2 ef næg þátttaka fæst.

Útflutningur ívið meiri

05.05.2009
Fréttir
Ívið fleiri hross hafa verið seld til útlanda fyrstu fjóra mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu fjóru mánuðum ársins 2008 voru 473 hross seld til 11 landa. Á fyrstu fjóru mánuðum 2009 voru seld 487 hross til 13 landa. Þau lönd sem bætast við í ár eru Færeyjar með 5 hross, og Ítalía með 1 hross.

Aðalfundur Skeiðfélagsins

05.05.2009
Fréttir
Minnum á aðalfund Skeiðfélagsins þriðjudaginn 5. maí klukkan 20:00 á Kaffi Krús, Selfossi. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Kveðja, stjórn Skeiðfélagsins.

1300 manns á Æskan og hesturinn á Akureyri

04.05.2009
Fréttir
Sýningin Æskan og hesturinn var haldin í Top Reiter höllinni á Akureyri síðast liðinn laugardag. Óhætt er að segja að sýningarnar tókust vel og var húsfyllir  á fyrri sýninguna og góð aðsókn á þá seinni. Áætla má að um 1300 manns hafi komið á þessar sýningar. Atriðin voru góð og krakkarnir stóðu sig eins og hetjur.

Vorsýning kynbótahrossa í Eyjafirði

04.05.2009
Fréttir
 Kynbótasýning verður haldin í Hringsholti, Dalvík 13.-15. maí nk. Skráning í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið vignir@bugardur.is . Skráning er hafin en síðasti skráningar- og greiðsludagur er föstudagurinn 8. maí . Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við skráningu.

Fundur um málefni LH og Landsmóts

04.05.2009
Fréttir
Fundur um málefni LH og Landsmóts verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal miðvikudaginn 6. maí kl 20-22 í fundarsal ÍSÍ. Til fundarins eru boðuð hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu, auk Mána í Keflavík. Stefnt er að því að halda samskonar fundi um allt land á næstu vikum.

Firmakeppni Freyfaxa- Úrslit

04.05.2009
Fréttir
Firmakeppni Freyfaxa 2009 var haldin í Stekkhólma þann 1. maí síðastliðinn. Keppnin er ein helsta tekjuöflun félagsins ár hvert og kann Freyfaxi þeim fyrirtækjum sem studdu félagið í ár miklar þakkir. Hér eru úrslit mótsins: