Fréttir: Maí 2009

Nýskráning Íslandsmeta í kappreiðum

08.05.2009
Fréttir
Stjórn LH samþykkti á stjórnarfundi 20. mars síðastliðinn að hefja nýskráningu Íslandsmeta í kappreiðum. Breytingin tekur gildi frá og með síðustu áramótum, 2008/2009. Skilyrði fyrir staðfesingu á meti er að viðurkenndur rafrænn búnaður hafi verið notaður þegar metið var sett og ræst út úr básum á kappreiðum þar sem farið er í öllu eftir núgildandi lögum og reglum LH.

Samantekt á helstu lagabreytingum á milli áranna 2008 og 2009

08.05.2009
Fréttir
Á Landsþingi LH 2008 voru samþykktar nokkrar breytingar á keppnisreglum sem heyra undir Lög og reglur LH. Keppnisnefnd hefur tekið helstu breytingarnar saman til glöggvunar.

LH fundur í Rangárhöll

07.05.2009
Fréttir
Minnum á opinn fund um málefni LH og Landsmóts sem haldinn verður í Rangárhöllinni í kvöld, fimmtudag, klukkan 20-22. Til fundarins eru boðuð hestamannafélögin á svæðinu austan Hellisheiðar að Lómagnúpi.

Leiðari fyrir gæðingadómara

07.05.2009
Fréttir
Leiðari fyrir gæðingadómara er nú kominn á netið, ásamt sérstökum leiðara fyrir úrslitakeppni. Einnig hefur listi yfir virka gæðingadómara verið uppfærður. Finna má umrætt efni undir hnappnum Keppnismál hér að ofan.

Á er áskorun

07.05.2009
Fréttir
Sunnlenskir kappar munu feta í slóð forfeðranna og ríða um Suðurland, frá Höfn í Hornafirði vestur fyrir Selfoss — án þess að ríða yfir nokkra brú! Forsprakki hópsins er Hermann Árnason á Heiði í Mýrdal.

Heimasíða Fjórðungsmóts á Vesturlandi

07.05.2009
Fréttir
Ný heimasíða hefur verið sett upp fyrir Fjórðungsmót á Vesturlandi, sem haldið verður á Kaldármelum fyrstu helgina í júlí. Á síðunni er að finna upplýsingar um þátttökurétt, skráningar, keppnisgreinar, gistimöguleika og fleira. Til að fara á síðuna þá smelltu HÉR.

Bruno Podlech látinn

06.05.2009
Fréttir
Hinn þekkti hestamaður Bruno Podlech í Þýskalandi lést í morgun. Banamein hans var krabbamein. Bruno varð fyrst kunnur íslenskum hestamönnum þegar hann varð Evrópumeistari í tölti á Stjarna frá Svignaskarði á EM 1972 í St. Moritz í Sviss.

Boðað til fundar um gæðavottun reiðtygja

06.05.2009
Fréttir
Haraldur Þórarinsson, formaður LH, hefur lagt til að öryggisnefnd LH boði forsvarsmenn hestavöruverslana og tryggingarfélaga á fund um gæðavottun og öryggisstaðla á reiðtygjum.

Fundur um LH og Landsmót í kvöld

06.05.2009
Fréttir
Minnum á opinn fund um málefni LH og Landsmóts sem haldinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í kvöld, miðvikudag, klukkan 20-22 í fundarsal ÍSÍ. Til fundarins eru boðuð hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu og Máni í Keflavík.