Fréttir: Maí 2009

Myndasafn frá Jökulsárlóni

25.05.2009
Fréttir
Myndir frá sundreið yfir Jökulsárlón eru nú komnar í myndasafn. Smelltu á "Ljósmyndir" hér til vinstri á síðunni og þá finnur þú safnið. Sjá frétt um sundreiðina HÉR.

Hestaþing og úrtaka Snæfellings - Úrslit

25.05.2009
Fréttir
Hestaþing og úrtaka Snæfellings fyrir Fjórðungsmót á Vesturlandi fór fram um helgina. Úrslit eru eftirfarandi:

Opinn fundur um málefni landsliðsins

25.05.2009
Fréttir
Landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og landsliðsnefnd LH boðar til opins fundar um málefni landsliðsins. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 26. maí í reiðhöllinni Víðidal kl. 18:00.

Ragnhildur Haraldsdóttir skeifuhafi Hólaskóla

25.05.2009
Fréttir
Fimmtíu og einn nemandi var brauskráður úr hestafræðideild Hólaskóla síðastliðinn föstudag. Morgunblaðsskeifan er veitt fyrir besta samanlagða árangur í reiðmennskunámskeiðum vetrarins á 1. ári. Skeifuhafinn í ár er Ragnhildur Haraldsdóttir. Ragnhildur fékk einnig reiðmennskuverðlaun FT. Hestur Ragnhildar er Villi frá Hvítanesi.

Íþróttamót Geysis - Úrslit

25.05.2009
Fréttir
Íþróttamót Geysis fór fram á Gaddstaðaflötum um helgina. Meðfylgjandi eru heildar úrslit mótsins.

Ungur hestamaður í Mána lést af slysförum

25.05.2009
Fréttir
Ungi maðurinn sem lést eftir vinnuslys í Garðinum í síðustu viku hét Kristján Falur Hlynsson, 18 ára. Hann var hestamaður af lífi og sál og stundaði hestamennskuna ásamt fjölskyldu sinni hjá Mána í Keflavík. Öllum viðburðum hjá Mána hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Skrifstofa LH lokuð föstudaginn 22.maí

21.05.2009
Fréttir
Skrifstofa LH verður lokuð föstudaginn 22. maí. Hægt er að hringja í starfsmann s: 849 8088 ef nauðsyn krefur. Kveðja Starfsmenn LH

Jökulsá á Breiðmerkursandi sundriðin

21.05.2009
Fréttir
Hermann Árnason og félagar unnu frækilegt afrek í dag, eða öllu heldur síðastliðna nótt, er þeir sundriðu Jökulsá á Breiðamerkursandi. Áin hefur ekki verið sundriðin áður í manna minnum, allavega ekki eftir að farvegur hennar komst í þá mynd sem hann er nú. Yfirleitt var farið fyrir hana á jökli, eða hestar voru teymdir yfir á ferjubát.

Fyrstu skeiðleikar Skeiðfélagsins - Úrslit

21.05.2009
Fréttir
Fyrstu skeiðleikar Skeiðfélagsins fóru fram á félagssvæði Sleipnis á Selfossi í gærkvöldi. Sigurbjörn Bárðarson vann gull og silfur í 250 m skeiði og Ragnar Tómasson jr. bar sigur úr býtum í 100 m skeiði. Það var hins vegar Þorkell Bjarnason sem kom fyrstur mark í 150 m skeiði á Veru frá Þóroddsstöðum.