Fréttir: Maí 2009

Upptökur frá kynbótasýningu í Víðidal

18.05.2009
Fréttir
Upptökur af hrossum sem sýnd voru á kynbótasýningu sem haldin var í Víðidal dagana 14. og 15. maí eru tilbúnar. Tekin voru upp öll hross í fordóm og einnig yfirlitssýning. Þeir sem hafa áhuga á að eignast upptöku af stöku hrossi er bent á að hafa samband við Ben Media í síma 6968880.

Fyrstu skeiðleikar Skeiðfélagsins

17.05.2009
Fréttir
Miðvikudaginn 20. maí fara fram fyrstu Skeiðleikar Skeiðfélagsins í ár. Mótið átti að fara fram síðasta miðvikudag en var frestað vegna veðurs. Þeir keppendur sem skráðu sig á mótið í síðustu viku þurfa að tilkynna ef þeir hyggjast ekki keppa að öðru leyti teljast þeir skráðir á mótið.

Opin Gæðingakeppni Mána

15.05.2009
Fréttir
Opin Gæðingakeppni Mána og Sparisjóðsins verður haldin dagana 23. og  24. maí á Mánagrund.

Yfirlitssýning Víðidal

14.05.2009
Fréttir
Yfirlitssýning kynbótahrossa  í Víðidal er á morgun og hefst kl. 10:00. Byrjað verður á hryssum í flokki 7 vetra og eldri  og endað á stóðhestum 7 vetra og eldri.  Reiknað er með að yfirlitssýningunni ljúki um kl. 12:00.

Gæðingadómarar athugið!

14.05.2009
Fréttir
Þeir landsdómarar sem áhuga hafa á að dæma Fjórðungsmót á Vesturlandi dagana 1. -5. Júlí 2009

Íþróttadómarar athugið!

14.05.2009
Fréttir
Þeir dómarar sem áhuga hafa á að dæma Íslandsmót fullorðna 16. – 18. Júlí 2009 og barna/unglinga/ungmenna 25. – 28. júní 2009,

Opið íþróttamó Sóta, Ráslistar

14.05.2009
Fréttir
Nú styttist í stóru stundina hjá Sóta enda hefur vind lægt og Ísland komið áfram í Eurovision.  Meðfylgjandi eru ráslistar fyrir opna íþróttamótið sem fer fram á Álftanesi um helgina en skráning fór fram úr björtustu vonum.   Hlökkum til að taka á móti keppendum og áhorfendum en mótið hefst kl. 11:00 á laugardaginn 15.maí. Það er aldrei að vita nema forsetahjónin láti sjá sig, láttu þig ekki vanta í áhorfendahópinn!  

Íþróttamót Gusts WR

14.05.2009
Fréttir
Opið WR íþróttamót Gusts hefst í Glaðheimum á morgun föstudaginn 15. maí kl. 17 með keppni í tölti. Góð skráning er á mótið, en dagskrá og ráslista er að finna á heimasíðu Gusts, www.gustarar.is

Skeiðleikum frestað

13.05.2009
Fréttir
Sökum veðurs hefur stjórn og mótstjórn Skeiðfélagsins tekið þá ákvörðun að fresta Skeiðleikum sem halda átti í kvöld þangað til miðvikudag í næstu viku.