Fréttir: Nóvember 2009

Aðalfundur Félags Tamningamanna

10.11.2009
Fréttir
Aðalfundur Félags tamningamanna 2009 verður föstudaginn 11. desember nk. kl. 17 í Bændahöllinni við Hagatorg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Nánar kynnt síðar. Rétt til fundarsetu eiga allir skuldlausir FT félagar - takið daginn frá!

Tryggvi Björnsson hestaíþróttamaður Þyts

10.11.2009
Fréttir
Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Þyts var haldin hátíðleg laugardaginn 7.nóv. síðastliðinn. Verðlaun voru veitt fyrir stigahæstu knapa ársins, efstu ræktunarhross í hverjum flokki og ræktunarbú ársins.

Sigurður Sigurðarson er knapi ársins!

10.11.2009
Fréttir
Íslenskir knapar kepptu á mörgum glæsilegum mótum á þessu ári sem senn er liðið. Heimsmeistaramót var með glæsibrag í Sviss og glæsileg keppni á Íslandsmóti á Akureyri og Fjórðungsmóti á Kaldármelum. Opin stórmót voru fleiri og stærri en oftast áður. Öflugar mótaraðir hafa fest sig í sessi. Fleiri gerðu tilkall til æðstu verðlauna, afreksmennirnir eru fleiri, frábærir knapar, af báðum kynjum, á öllum aldri, frá mörgum félögum.

Glæsileg Uppskeruhátíð hestamanna

09.11.2009
Fréttir
Glæsileg Uppskeruhátíð hestamanna fór fram síðastliðið laugardagskvöld á Broadway. Húsfyllir var yfir borðhaldinu og gaman var að sjá hestamenn og konur í sínu fínasta pússi. Veislustjórinn Hermann Árnason skemmti hestamönnum eins og honum einum er lagið.

Skeiðtímar Sigurbjörns staðfestir!

06.11.2009
Fréttir
Frábærir tímar Sigurbjörns Bárðarsonar í 150m og 250m skeiði sem settir voru á Metamóti Andvara 4.-6. september 2009 með rafrænum tímatökubúnaði hafa verið staðfestir.

Hljómsveitin Von og Sigríður Beinteinsdóttir!

06.11.2009
Fréttir
Skagfirska hljómsveitin Von mun spila fyrir dansi á Uppskeruhátíð hestamanna á Broadway laugardaginn 7. nóv.  Sigríður Beinteinsdóttir mun leggja hljómsveitinni lið við að skemmta hestamönnum og halda uppi stuði fram á rauða nótt!

Þórarinn Eymundsson með kennslusýningu í Borgarnesi

04.11.2009
Fréttir
Miðvikudaginn 11. nóvember nk. mun Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Skugga, standa fyrir kennslusýningu í reiðhöllinni í Borgarnesi kl. 20.

Nokkrir miðar eftir á Uppskeruhátíðina - gríðarleg stemming!

04.11.2009
Fréttir
Enn er hægt að fá miða á Uppskeruhátíð hestamanna á Broadway nk. laugardag, 7. nóv. en miðasala hefur annars gengið gríðarlega vel og stefnir í fullt hús í borðhaldinu. Boðið verður upp á glæsilegan þriggja rétta málsverð, flotta dagskrá og dansleik fyrir aðeins kr. 6.900 sem er umtalsverð lækkun frá því í fyrra.