Sigurður Sigurðarson er knapi ársins!

Verðlaunaknapar ársins 2009. Ljósmynd: HGG
Verðlaunaknapar ársins 2009. Ljósmynd: HGG
Íslenskir knapar kepptu á mörgum glæsilegum mótum á þessu ári sem senn er liðið. Heimsmeistaramót var með glæsibrag í Sviss og glæsileg keppni á Íslandsmóti á Akureyri og Fjórðungsmóti á Kaldármelum. Opin stórmót voru fleiri og stærri en oftast áður. Öflugar mótaraðir hafa fest sig í sessi. Fleiri gerðu tilkall til æðstu verðlauna, afreksmennirnir eru fleiri, frábærir knapar, af báðum kynjum, á öllum aldri, frá mörgum félögum. Íslenskir knapar kepptu á mörgum glæsilegum mótum á þessu ári sem senn er liðið. Heimsmeistaramót var með glæsibrag í Sviss og glæsileg keppni á Íslandsmóti á Akureyri og Fjórðungsmóti á Kaldármelum. Opin stórmót voru fleiri og stærri en oftast áður. Öflugar mótaraðir hafa fest sig í sessi. Fleiri gerðu tilkall til æðstu verðlauna, afreksmennirnir eru fleiri, frábærir knapar, af báðum kynjum, á öllum aldri, frá mörgum félögum. Í nefnd Landssambands hestamannafélaga um val bestu  knapanna eru fulltrúar fjölmiðla, dómara og félags tamningamanna.

Til grundvallar liggja afrek, ástundun, prúðmennska, framfarir og það að vera fyrirmynd, svo nokkur atriði séu tínd til úr reglugerð um kjörið.
Valdir eru efnilegasti knapinn, skeiðknapi, kynbótaknapi, íþróttaknapi, gæðingaknapi og svo knapi ársins. Valdir eru nú 6 knapar í hverjum flokki og síðan valið úr þeirra hópi.

Linda Rún Pétursdóttir var valin efnilegasti knapi ársins 2009. Hún var efst ungmenna í tölti á HM í Sviss. Í B-úrslitum og 10.sæti í tölti alls. Hún var í úrslitum með fullorðnum á hinu glæsilega gæðingamóti Fáks og þriðja í tölti á Gæðingamóti Fáks. Hún var valin ein fimm efnilegustu á Heimsmeistaramótinu í Sviss og vakti sérstaka athygli fyrir glæsilega frammistöðu og framgöngu þar.

Erlingur Erlingsson var valinn kynbótaknapi ársins 2009. Hann var í baráttunni á heimsmeistaramóti, Fjórðungsmóti og að heita má öllum öðrum kynbótasýningum ársins. Vann flokk 6v. stóðhesta á Fjórðungsmóti á Órator frá Vöðlum, sýndi Tenór frá Túnsbergi með 9,15 fyrir hæfileika og klárhryssuna Jónínu frá Feti með 8,59 í aðaleinkunn. Sýndi alls 92 hross. 37 til 1.verðlauna, meðaleinkunn þeirra 8,20.

Sigurbjörn Bárðarson var valinn skeiðknapi ársins 2009. Hann er einn af ötulustu baráttumönnum skeiðkappreiða, fer víða og hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna í skeiði. Hann á bestu tímana í bæði 150 og 250 metra skeiði sem teknir eru á rafrænan tímatökubúnað hérlendis. Metin voru sett á Metamóti Andvara. Íslandsmeistari og sigursæll í 250 metra skeiði hér heima. Atkvæðamikill í 150 semog 100 metra skeiði. 

Jóhann R. Skúlason og Rúna Einarsdóttir-Zingsheim voru valin íþróttaknapar ársins 2009.
Oft hefur verið erfitt að velja íþróttaknapa ársins en aldrei sem nú. Enda liggja glæsileg afrek til grundvallar. Íþróttaknapi ársins varð heimsmeistari með glæsilegri frammistöðu, og það réði í raun úrslitum. Tveir knapar urðu jafnir í atkvæðagreiðslu nefndarinnar og eru því báðir réttkjörnir íþróttaknapar ársins.
Jóhann R. Skúlason heimsmeistari í tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum á Hvin frá Holtsmúla. Ósigrandi á Hvin á árinu, vann mót í Sviss, Þýskalandi, Noregi og Danmörku.
Rúna Einarsdóttir-Zingsheim varð heimsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum í Sviss á Frey frá Nordsternhof. Rúna vann silfur í bæði fimmgangi og slaktaumatölti á heimsmeistaramóti auk þess að vinna marga glæsta sigra í Þýskalandi.

Guðmundur Björgvinsson var valinn gæðingaknapi ársins 2009. Hann var maður stórra augnablika og var í baráttunni í bæði A og B flokki á stórum mótum. Hann vann bæði A og B flokk á opnu gæðingamóti Geysis á Stormi frá Leirulæk með 9,16 og Eldjárni með 8,95. Vann B flokk á Opnu Gæðingamóti Fáks og varð annar í A flokki á Ás frá Ármóti.

Sigurður Sigurðarson var valinn knapi ársins 2009. Hann var tilnefndur í 4 flokkum af 5. Hann hefur verið í allra fremstu röð íslenskra knapa lengi og í fremstu röð í flestum greinum hér heima. Tvöfaldur Íslandsmeistari, verðlaun á heimsmeistaramóti og fjórðungsmóti og sýndi 17 kynbótahross í 1. verðlaun, meðaleinkunn þeirra 8,22. Knapi ársins er tilnefndur sem hestaíþróttamaður Landssambands hestamannafélaga í kjöri íþróttamanns ársins á vegum ÍSÍ.