Glæsileg Uppskeruhátíð hestamanna

09. nóvember 2009
Fréttir
Sigurður Sigmundsson hlaut heiðursverðlaun Landssambands hestamannafélaga 2009. Ljósmynd: HGG
Glæsileg Uppskeruhátíð hestamanna fór fram síðastliðið laugardagskvöld á Broadway. Húsfyllir var yfir borðhaldinu og gaman var að sjá hestamenn og konur í sínu fínasta pússi. Veislustjórinn Hermann Árnason skemmti hestamönnum eins og honum einum er lagið. Glæsileg Uppskeruhátíð hestamanna fór fram síðastliðið laugardagskvöld á Broadway. Húsfyllir var yfir borðhaldinu og gaman var að sjá hestamenn og konur í sínu fínasta pússi. Veislustjórinn Hermann Árnason skemmti hestamönnum eins og honum einum er lagið. Björk Jakobsdóttir leikkona og hestakona var með uppistand og óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn. Brokkkórinn ásamt Magnúsi Kjartanssyni sungu nokkur vel valin lög og salurinn tók undir. Hljómsveitin Von ásamt Sigríði Beinteinsdóttur hélt svo uppi stuðinu langt fram á nótt.
Sigurður Sigmundsson blaðamaður til margra ára var heiðraður af Landssambandi hestamannafélaga og þökkuð störf sín í þágu hestamennskunnar.
Hrossaræktarbúið Strandarhjáleiga var valið hrossaræktarbú ársins 2009. Meðaleinkunn sýndra hrossa frá búinu árið 2009 var 8,25 og meðalaldur 5,8 ár. Glæsilegur árangur hjá Þormari Andréssyni og fjölskyldu!
Veitt voru knapaverðlaun í sex flokkum, sjá nánar í frétt um Knapa ársins.