Fréttir

Borði frá Fellskoti sigurvegari B-úrslita í B-flokki

30.11.1999
Fréttir
Borði frá Fellskoti sigraði B-úrslitin í B-flokki í morgun. Þeir félagar Borði og knapi hans, Sigursteinn Sumarliðason, hafa því áunnið sér rétt til að keppa í A-úrslitunum sem fara fram á morgun.

Hanna Rún með sannfærandi sigur

30.11.1999
Fréttir
Hanna Rún Ingibergsdóttir vann sannfærandi sigur í B-úrslitum í flokki unglinga. Hún fer því í A-úrslitin sem fara fram á morgun sunnudag.

Grettir og Gustur frá Lækjarbakka unnu B-úrslit í ungmennaflokki

30.11.1999
Fréttir
Grettir Jónasson vann B-úrslitin í ungmennaflokki og ríður A-úrslitin á morgun. Keppnin var hörð og jöfn.

Svandís Lilja í A-úrslitin í barnaflokki

30.11.1999
Fréttir
Svandís Lilja Stefánsdóttir og Glaður frá Skipanesi urðu efst í B-úrslitum í barnaflokki. Þau fara í A-úrslitin á morgun.

Stakkur frá Halldórsstöðum sigraði b-úrslit A-flokks

30.11.1999
Fréttir
Brekkan hyllti ákaft gæðinginn Stakk frá Halldórsstöðum og Sigurbjörn Bárðarson sem eftir hörkukeppni unnu B-úrslitin í A-flokki gæðinga. Sigurbjörn er einnig með efsta hest í A-flokknum. Mögnuð tilþrif sáust á vellinum í dag.

Stakkur frá Halldórsstöðum sigraði b-úrslit A-flokks

30.11.1999
Fréttir
Brekkan hyllti ákaft gæðinginn Stakk frá Halldórsstöðum og Sigurbjörn Bárðarson sem eftir hörkukeppni unnu B-úrslitin í A-flokki gæðinga. Sigurbjörn er einnig með efsta hest í A-flokknum. Mögnuð tilþrif sáust á vellinum í dag.

Arnar Logi Lúthersson sigurvegari í unglingaflokki

30.11.1999
Fréttir
Arnar Logi Lúthersson og Frami frá Víðidalstungu II sigruðu í A-úrslitin í unglingaflokki með glæsibrag, með einkunnina 8,80. Arnar Logi er fulltrúi hestamannafélagsins Harðar, en það er Grettir Jónasson einnig sem hlaut fyrsta sætið í ungmennaflokki. Er ástæða til að óska Herði til hamingju með glæsilega fulltrúa úr yngri deildum félagsins.

Sigurbjörn Bárðar og Snorri Dal sigurvegarar í skeiði

30.11.1999
Fréttir
Sigurbjörn Bárðarson og Flosi frá Keldudal áttu besta tímann í 250 metra skeiði, 22,95 sek. Snorri Dal og Speki frá Laugardal fóru 150 metrana á 15,04 sek og höfnuðu í efsta sæti. Mikil stemning var í brekkunni þegar skeiðkeppnin fór fram.

Birna Ósk og Smyrill sigurvegarar í barnaflokki

30.11.1999
Fréttir
Birna Ósk Ólafsdóttir fór með sigur af hólmi í A-úrslitum í barnaflokki á Smyrli frá Stokkhólma. Hlaut hún einkunnina 8,82. Frábær tilþrif sáust í barnaflokknum og var haft á orði hversu góða reiðmennsku ungu knaparnir sýndu.