Fréttir

LHhestar með Fréttablaðinu

30.11.1999
Fréttir
Minnum á að LHhestar kemur út með Fréttablaðinu á morgun.

Landslið Íslands fyrir Norðurlandamótið 2008

30.11.1999
Fréttir
Búið er að velja landsliðið sem mun keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu sem fram fer í Seljord, Noregi dagana 4.-10. ágúst. Landsliðseinvaldur er Einar Öder Magnússon og honum til aðstoðar verður Hinrik Bragason.

Árangur Íslendinga á NM 2008

30.11.1999
Fréttir
Yfirlit yfir árangur Íslendinga á Norðurlandamótinu 2008.

Vilja að Skógarhólar verði áfram

30.11.1999
Fréttir
Samningur Landssambands hestamannafélaga og Þingvallanefndar um afnot hestamanna af Skógarhólum rann út á síðastliðnu ári. Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli.

Varnarsigur í útflutningi hrossa

30.11.1999
Fréttir
Lækkandi gengi krónunnar hefur ekki orðið til þess að auka sölu á hrossum til útlanda samkvæmt útflutningstölum. Samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökum Íslands hafa verið flutt út 932 hross það sem af er árinu. Á sama tíma í fyrra höfðu verið flutt út 1078 hross. Útflutningurinn hefur því dregist saman um 146 hross, eða 13,5%.

Vilja fækka fulltrúum á Landsþingum LH

30.11.1999
Fréttir
Alls liggja 32 tillögur fyrir Landsþingi LH sem haldið verður á Klaustri dagana 24. og 25. október. Nálgast má pdf. skjöl með dagskrá þingsins og tillögum undir hnappnum LANDSÞING hér til vinstri á síðunni. Á meðal tillaga er ein frá stjórn LH um að fulltrúum á Landsþingum verði fækkað.

Vilja sjá endurskoðaða reikninga Landsmóta

30.11.1999
Fréttir
Fáksmenn vilja fá að sjá endurskoðaða reikninga á Landsþingum LH. Ófært sé að reikningar Landsmóta séu ekki kynntir svo svo árum skiptir. Einnig vilja þeir fá að sjá bráðabirgðauppgjör þess móts sem er nýafstaðið hverju sinni. Þetta kemur fram í tillögu sem hestamannafélagið Fákur hefur lagt fyrir 56. Landsþing LH.

Vilja ekki raska aldursflokka skiptingu

30.11.1999
Fréttir
Keppnisnefnd LH er á móti þeirri tillögu Fáksmanna að keppendur í ungmennaflokki fái að keppa í meistaraflokki; keppa upp fyrir sig eins og sagt er. Telur nefndin að það skapi fleiri vandamál en það leysir.

Skógarhólanefnd verði endurreist

30.11.1999
Fréttir
Hestamannafélagið Hörður vill endurreisa Skógarhólanefnd og hefja viðræður við Þingvallanefnd um áframhald á þeirri þjónustu sem hestamenn hafa notið á Skógarhólum. Tillaga þess efnis liggur fyrir 56. Landsþingi LH.