Fréttir

Íslandsmót 2018

11.11.2016
Íslandsmótið verður haldið á félagssvæði Spretts í Garðabæ og Kópavogi, dagana 18. - 22. júlí 2018. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna- og meistaraflokki. Aðeins meistaraflokkur þarf að ná áður útgefnum lágmörkum í hverri grein.

Myndir frá Uppskeruhátíð hestamanna 2016

09.11.2016
Fréttir
Uppskeruhátíð hestamanna fór fram laugardaginn 5.nóvember síðastliðinn. Hátíðin fór vel fram og margt var um manninn. Ljósmyndari var á staðnum sem fangaði stemminguna.

Viðburðadagatal LH opið

08.11.2016
Fréttir
Viðburðadagatal LH er nú opið og sýnilegt á vef LH. Viðburðadagatalið má finna undir flipanum KEPPNI hér fyrir ofan.

Ósóttir verðlaunagripir frá Landsmóti

07.11.2016
Enn er töluvert magn ósóttra verðlaunagripa frá Landsmóti hestamanna 2016. Hvetjum við alla þá sem eiga ósótta verðlaunagripi að sækja þá við tækifæri á skrifstofu Landssambands hestamannafélaga sem er til húsa í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 2.hæð.

Árni Björn er knapi ársins

05.11.2016
Fréttir
Uppskeruhátíð hestamanna var hátíðleg að vanda og þar voru verðlaunaðir knapar ársins í sex flokkum auk þess sem keppnishestabú og ræktunarbú ársins voru verðlaunuð.

Frábærir veislustjórar og stórskemmtileg skemmtiatriði!

04.11.2016
Uppskeruhátíð hestamanna fer fram á morgun, laugardaginn 5.nóvember, í Gullhömrum og það stefnir allt í frábæra Uppskeruhátíð! Veislustjórar verða þau Andrea Þorvaldsdóttir og Jón Kristófer Sigmarsson (Jonni á Hæli) og þau munu gera óspart grín að sjálfum sér og öðrum.

Kortasjáin 11.607 km

03.11.2016
Fréttir
Kortasjá LH er algjört þarfaþing við skipulag og framkvæmd ferðalaga á hestum. Búið er að yfirfara og bæta við reiðleiðum á Reykjanesi og í Ölfusi og er heildarlengd reiðleiða í nú 11.607 km.

Guðbjörg Viðja syngur fyrir hestamenn

01.11.2016
Fréttir
Þessi stórefnilega unga söngkona ætlar að koma fram og syngja á Uppskeruhátíðinni á laugardaginn! Hún er 16 ára gömul og er dóttir Antons Páls Níelssonar og Ingu Maríu S. Jónínudóttur reiðkennara með meiru.

Miðasalan rýkur af stað

31.10.2016
Miðasalan fer gríðarlega vel af stað á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður þann 5.nóvember n.k. í Gullhömrum Grafarholti. Það er um að gera að tryggja sér miða í tíma!