EQUITANA 18.-26.mars, Essen Þýskalandi

21. nóvember 2016
Fréttir

EQUITANA sýningin er ein stærsta hestasýning í heimi og sú sýning sem hefur vakið hve mesta athygli á íslenska hestinum í gegnum árin. Í framhaldi af öflugri þátttöku Íslendinga á síðustu sýningu, hefur markaðsverkefnið Horses of Iceland ákveðið að efla kynninguna enn frekar með glæsilegum þjóðarbás auk fjölda sýningaratriða í samvinnu við þýsku Íslandshestasamtökin IPZV.

Vertu með: Hrossaræktarbúum, fyrirtækjum og einstaklingum gefst einstakt tækifæri til að vekja athygli á sér í glæsilegri umgjörð einnar stærstu hestasýningar heims. Fjöldi fyrirtækja hafa þegar bókað þátttöku, en við eigum enn nokkrara bása lausa.

Á EQUITANA finnur hestafólk allt sem hugurinn girnist: fræðslu, sýnikennslur, kvöldsýningar, hestavörur í miklu magni og allt það nýjasta í bransanum frá hóffjöður uppí reiðhallir og hestaflutningabíla.

Hafir þú áhuga á frekari upplýsingum hafðu þá samband við Rúnar Þór Guðbrandsson á tölvupóstfanginu runar@hrimnir.is. 

STAÐREYNDIR UM EQUITANA:
• 9 dagar
• 201.000 gestir
• 90.000 fm sýningarsvæði
• 17 sýningahallir
• 1.000 hestar
• 825 söluaðilar frá 30 löndum
• Yfir 40 hestategundir