• Landsmót Hestamanna 2023 í Reykjavík

    Landsmót verður haldið í Víðidal í Reykjavík. Þetta er 25. skipti sem mótið er haldið og í fjórða sinn sem það fer fram í Reykjavík.  Frá upphafi eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

    Mótið verður haldið í sameiningu af tveim stærstu félögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti, á félagssvæði Fáks í Víðidal. Í Fáki er mikil reynsla af mótahaldi og svæðið einstaklega vel búið til að halda stór mót með tilliti til aðstæðna fyrir knapa og gesti. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður landsins en Landssamband hestamanna er fjórða stærsta sérsamband ÍSÍ með meira en 12.000 félagsmenn.

    Keppnishluti Landsmóts er gríðar stór en keppendur koma frá öllum hestamannafélögum af landinu. Þá er Landsmót einnig vettvangur fyrir sýningu hæst dæmdu kynbótahrossa í hverjum aldursflokki.

    Miðasala er í fullum gangi og um að gera að tryggja sér miða í tíma.

     

Fréttir og tilkynningar

Norðurlandamót framundan

27.02.2024
Landsliðsþjálfarar LH óska eftir upplýsingum um knapa og hesta sem gefa kost á sér til þátttöku á Norðurlandamóti 2024.

LH Kappi færist yfir í HorseDay

26.02.2024
Uppfærslum á LH Kappa hefur verið hætt og færist smáforritið nú alfarið yfir í HorseDay. Í opnum aðgangi smáforritsins er mótavirknin áþekk því sem notendur LH Kappa eiga að venjast svo sem ráslistar, einkunnir og niðurstöður móta, en jafnframt eru þar viðbætur sem notendur geta keypt er auka virkni forritsins svo um munar. Má þar helst nefna að hægt er að vakta mót, hesta og keppendur og fá áminningu í símann þegar keppni hefst eða einkunnir eru gefnar. Þá er hægt að fylgjast með keppnisárangri hesta í hverri grein og sjá hvernig þróun árangursins hefur verið. Séu keppendur merktir með lit kemur það einnig fram í forritinu.

Framkvæmd skeiðgreina

19.02.2024
Á knapafundi sem haldin var í húsakynnum LH á dögunum fór Halldór Victorsson formaður HÍDÍ ítarlega yfir framkvæmd kappreiða og í kjölfarið vilja stjórn HÍDÍ ásamt keppnisnefnd LH koma eftirfarndi ítarefni á framfæri:

Stærstu hestar landsins athugið

19.02.2024
Kæra hestasamfélag, RVK studios í samstarfi við Landssamband hestamannafélaga óskar eftir glæsilegum hestum til leigu eða kaups í kvikmyndaverkefni vorið 2024.
Styrkja LH

Vefverslun

Menntaráðstefna LH / Virtual Education Seminar

Almennt verð
Verð kr.
13.000 kr.
Skoða vöru

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Heimur hestsins

Skoða vöru

Landsliðsbolir

Almennt verð
Verð kr.
9.900 kr.
Skoða vöru