• FRÆÐSLUMYND og SÁTTMÁLI HESTAFÓLKS OG ANNARA VEGFARENDA

    Setjum okkur í spor hvers annars

    Samgöngustofa, Landssambands hestamannafélaga og Horses of Iceland stóðu sameiginlega að gerð fræðslumyndbands og sáttmála hestafólks og annarra vegfarenda árið 2021 sem enn á vel við. Myndbandinu er ætlað að vekja athygli á eðli og mögulegu viðbragði hesta við óvæntu áreiti. Fyrir marga þá sem ekki stunda hestamennsku getur það reynst framandi, óvænt og í einhverjum tilfellum óútreiknanlegt.

    Við þurfum öll að bera virðingu fyrir hvort öðru, hvort sem við erum á hesti, hjóli, gangandi, hlaupandi, skíðandi eða akandi. Við þurfum að gæta þess að fara ekki inn á sérmerkta stíga fyrir annarskonar umferð og gætum fyllstu varúðar á sameiginlegum stígum eða vegum. Endilega kynnið ykkur myndbandið og deilið því áfram svo sem flestir sjái og læri. 

     

     

    SÁTTMÁLI HESTAFÓLKS OG ANNARRA VEGFARENDA

Fréttir og tilkynningar

FEIF-ráðstefnan 2025

07.02.2025
FEIF-ráðstefnan fór fram í Vín í Austurríki um liðna helgi, með fulltrúum frá 18 aðildarlöndum FEIF. Austurríska Íslandshestasambandið (Österreichischer Islandpferde Verband, ÖIV) tók höfðinglega á móti ráðstefnugestum
Frá Youth Camp 2023

FEIF Youth Camp mun fara fram á Íslandi í sumar

05.02.2025
FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 9.-14. júlí 2025 á Hvanneyri. FEIF Youth Camp eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu. Markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir hestamenningu annarra þjóða, auka skilning á menningarlegum mun og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Sumarbúðirnar verða að þessu sinni haldnar á Íslandi.

Sigurvilji frumsýnd 8. febrúar

05.02.2025
Laugardaginn 8. febrúar verður heimilidarmyndin Sigurvilji frumsýnd. Myndin fjallar um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara. Sigurbjörn er þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og einn verðlaunaðasti íþróttamaður íslenskrar íþróttasögu. Hann hóf ferilinn ungur með tvær hendur tómar en var fljótur að læra af hestamönnum og bílabröskurum hvernig hann ætti að ná árangri og komast á toppinn. Sigurvilji varpar ljósi á mikinn sigurvegara, dýravin og baráttumann sem hefur áratugum saman verið í fremstu röð af eigin verðleikum.

Gundula Sharman nýr forseti FEIF

30.01.2025
Aðalfundur FEIF fór fram þann 28. janúar. Fyrir fundinum lágu hefðbundin aðalfundarstörf auk kosninga til stjórnar FEIF. Fulltrúar Íslands á fundinum voru þau Linda Björk Gunnlaugsdóttir formaður LH og Friðrik Már Sigurðsson fyrir hönd BÍ.
Styrkja LH

Vefverslun

Leiðin að gullinu

Almennt verð
Verð kr.
5.900 kr.
Skoða vöru

Uppskeruhátíð 2024

Almennt verð
Verð kr.
14.900 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Landsþing 2024

Almennt verð
Verð kr.
13.590 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Lokahóf Landsþings

Almennt verð
Verð kr.
12.500 kr.
Skoða vöru