• UPPSKERUHÁTÍÐ 18. NÓVEMBER 2023 Í GAMLA BÍÓ

    Hátíðin fer fram í Gamla Bíó og verður hún hin glæsilegasta þar sem Jógvan og Friðrik Ómar munu stýra veislunni. Lúx veitingar munu sjá um sitjandi borðhald og matseðillinn verður ekki af verri endanum. Sigga Beinteins mun stíga á stokk og DJ Atli mun sjá til þess að stuðið endist fram á nótt.

    kAUPA MIÐA

Fréttir og tilkynningar

Samtal knapa og dómara

29.11.2023
Opin fundur um stöðu keppismála verður fimmtudag 7 des kl. 19.30 uppi í sal reiðhallar Fáks. (verður live á síðu FT á facebook) Mikilvægt er að fara yfir málin og rýna til gagns. Hvað gengur vel og hvað þurfum við að bæta? Fyrst munu fulltrúar dómarafélaga, keppnisnefndar LH og futrúar knapa taka til máls, grúpppuvinna, spurningar og orðið laust. Viltu hafa áhrif ?

Rafræn menntaráðstefna LH í janúar 2024 með frábærum fyrirlesurum og spennandi pallborði

28.11.2023
Menntanefnd LH í samstarfi við Horses of Iceland, stendur fyrir rafrænni Menntaráðstefnu nú í janúar 2024, með frábærum kennurum og pallborðsfólki. Þema þessarar ráðstefnu er hið svokallaða „Social Licence to operate“ eða „félagslegt leyfi til ástundunar“ - sem fjallar um hinn aukinn þrýsting víðsvegar frá um hvort verjandi sé að brúka dýr og þar með hross eingöngu til ánægju okkar mannfólksins. Þessi umræða er orðin mjög áberandi víða um heim og við hestafólk (ekki síst erlendis en jafnvel á Íslandi einnig) finnum fyrir sívaxandi gagnrýni um hlutverk hrossa í okkar menningu. Þar sem okkar hestar eru þar að auki fremur smáir lendum við Íslandshestafólk jafnvel enn meira í þessari gagnrýni.

Formannafundur LH 2023

28.11.2023
Formannafundur LH var haldinn laugardaginn 18. nóvember sl. Fundinn sóttu um 60 manns frá 27 hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í undirbúning Landsþings 2024.

Svipmyndir frá formannafundi og uppskeruhátíð

27.11.2023
Laugardaginn 18. nóvember síðastliðinn fór fram bæði formannafundur LH og uppskeruhátíð.  Dagurinn einkenndist af gleði og samvinnu þar sem litið var yfir farinn veg á árinu en einnig horft fram á veginn og næstu verkefni sett af stað. Hér meðfylgjandi má sjá eitt af þeim glæsilegu videoum sem Óskar Nikulásson útbjó fyrir hátíðina, þá er einnig meðfylgjandi svipmyndir frá formannafundinum og uppskeruhátíðinni.  
Styrkja LH

Vefverslun

Nýtt

Uppskeruhátíð

Almennt verð
Verð kr.
12.500 kr.
Skoða vöru

Landsliðsbolir

Almennt verð
Verð kr.
9.900 kr.
Skoða vöru

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Heimur hestsins

Skoða vöru

Við erum á Instagram