• Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og fÉlagshrossabænda 

     

    Laugardaginn 12. október 2024 mun Landssamband hestamannafélaga og félag hrossbænda leiða saman hesta sína í ár og halda sameiginlega uppskeruhátíð hestafólks. Hátíðin mun fara fram þann 12. október í Gullhömrum. Á dagskránni eru verðlauna afhendingar fyrir okkar fremstu knapa og ræktendur, steikarhlaðborð ásamt frábæri skemmtidagskrá þar sem fram koma Elli og Hlynur, Fríða Hansen, Emmsjé Gauti og Dj Víðir og Dýrið.

     

    Í fyrra seldist upp á hátíðina og hvetjum við því alla áhugasama um að tryggja sér miða í tíma. Miðasala fer fram á heimasíðu LH. Verð á hátíðina er 14.900kr.

    Þeir sem vilja bóka sig saman á borð er bent á að kaupa miðana sína í einni pöntun eða að öðrum kosti senda óskir um sætaskipan á joninasif@lhhestar.is.

    18 ára aldurstakmark.

     

    Kaupa miða

Fréttir og tilkynningar

Kynningar á frambjóðendum

21.10.2024
Nú styttist í Landsþing LH sem mun fara fram í Borgarnesi um næstu helgi. Tveir einstaklingar sækjast eftir embætti formanns en það eru þau Guðni Halldórsson, Hestamannafélaginu Herði og Linda Björk Gunnlaugsdóttir, Hestamannafélaginu Spretti Með því að smella á nöfn viðkomandi frambjóðenda má kynna sér þá betur. Nokkir frambjóðendur hafa ekki enn haft tök á að skila inn kynningu en þær verða birtar um leið og þær berast.

Frá formanni LH

18.10.2024
Frá því að ég hóf að starfa fyrir hestafólk fyrir um sjö árum, fyrst í landsliðsnefnd og síðar sem formaður LH, hef ég lagt nánast allan þann tíma sem ég hef átt aflögu í það að reyna að vinna hestafólki og hestaíþróttinni í sínum víðasta skilningi, gagn.

Benedikt Líndal hlýtur heiðursmerki LH

14.10.2024
Benedikt Líndal hlaut heiðursmerki LH á uppskeruhátíð hestafólks sem fram fór í Gullhömrum þann 12. október.  Guðni Halldórsson formaður LH veitti honum viðurkenninguna og flutti við það tilefni þessi orð: Benedikt er tamingameistari FT og hefur verið brautryðjandi í kennslu, tamningum og þjálfun íslenska hestsins. Hann hefur starfað sem reiðkennari við Landbúnaðarháskólana bæði á Hvanneyri og á Hólum og stundað reiðkennslu hérlendis og erlendis við góðan orðstír. Benedikt eða Benni eins og hann er alla jafnan kallaður hefur verið frumkvöðull í þróun hestvænnar hestamennsku og tamningaaðferða. Sem kennari er áhersla hans alltaf á velferð hestsins í því flókna samspili sem samskipti manns og hests eru. Nemendur hans læra að skilja betur tungumál og tjáningarmáta hestsins hegðun hans og þarfir.

Fjölgar um 10% milli ára

14.10.2024
Nú á dögunum birtist ný tölfræði yfir aldurs og kynjaskiptingu þátttakenda í íþróttastarfi á vegum ÍSÍ. Landssamband hestamannafélaga er fjórða stærsta sérsambandið með alls 13697 skráða þátttakendur árið 2023 og fjölgaði þeim um 10 prósent á milli ára og er það mesta fjölgunin innan 10 stærstu íþróttagreinanna. Ef litið er til þátttöku kynjanna, 18 ára og eldri eru 4690 konur sem stunda hestamennsku og 4642 karlmenn. Ef við lítum hins vegar á yngri en 18 ára þá eru 2933 stúlkur sem stunda hestamennsku og 1429 drengir.
Styrkja LH

Vefverslun

Nýtt

Landsþing 2024

Almennt verð
Verð kr.
13.590 kr.
Skoða vöru

Uppskeruhátíð 2024

Almennt verð
Verð kr.
14.900 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Lokahóf Landsþings

Almennt verð
Verð kr.
12.500 kr.
Skoða vöru

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru