• Landsmót Hestamanna 2024 í Reykjavík

    Landsmót verður haldið í Víðidal í Reykjavík. Þetta er 25. skipti sem mótið er haldið og í fjórða sinn sem það fer fram í Reykjavík.  Frá upphafi eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

    Mótið verður haldið í sameiningu af tveim stærstu félögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti, á félagssvæði Fáks í Víðidal. Í Fáki er mikil reynsla af mótahaldi og svæðið einstaklega vel búið til að halda stór mót með tilliti til aðstæðna fyrir knapa og gesti. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður landsins en Landssamband hestamanna er fjórða stærsta sérsamband ÍSÍ með meira en 12.000 félagsmenn.

    Keppnishluti Landsmóts er gríðar stór en keppendur koma frá öllum hestamannafélögum af landinu. Þá er Landsmót einnig vettvangur fyrir sýningu hæst dæmdu kynbótahrossa í hverjum aldursflokki.

    Miðasala er í fullum gangi og um að gera að tryggja sér miða í tíma.

     

Fréttir og tilkynningar

FEIF YOUTH CUP 2024

18.03.2024
Hinn geysivinsæli viðburður FEIF Youth Cup 2024 fer að þessu sinni fram í Sviss dagana 13. til 20. júlí. Viðburðurinn fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum. Áhersla FEIF Youth Cup er á teymisvinnu, íþróttamennsku, bætta reiðfærni og vináttu þvert á menningu.

Loksins koma þau norður

18.03.2024
Fjölbreytni í þjálfun hesta. Sýnikennsla 3. árs nema við Háskólann á Hólum í reiðhöllini á Akureyri, laugardaginn 23. mars.

Landsliðsknapinn Glódís Rún leiðir Meistaradeildina

12.03.2024
Nú þegar þremur greinum er lokið í Meistaradeild Líflands, er það Glódís Rún Sigurðardóttir sem situr efst í einstaklingskeppninni. Glódís er löngu orðin þekkt nafn í hestaheiminum en hún er nú að hefja sitt fyrsta formlega keppnistímabil í fullorðinsflokki þrátt fyrir að hafa verið á meðal fremstu knapa um árabil. Glódís sem er 22 ára á að baki glæstan feril í yngri flokkum og lauk keppni í U21 með því að landa heimsmeistaratitli í fimmgangi ungmenna á Sölku frá Efri-Brú í Hollandi í fyrra.

Sjálfboðaliðar á Landsmóti

11.03.2024
Langar þig að fá frítt á landsmót og kynnast hópi öflugra sjálfboðaliða? Án óeigingjarns starfs sjálfboðaliða er ekki hægt að halda Landsmót, endilega kynntu þér kosti þess að vera með!
Styrkja LH

Vefverslun

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Heimur hestsins

Skoða vöru

Landsliðsbolir

Almennt verð
Verð kr.
9.900 kr.
Skoða vöru

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
65.000 kr.
Skoða vöru