• Landsmót Hestamanna 2024 í Reykjavík

    Landsmót verður haldið í Víðidal í Reykjavík. Þetta er 25. skipti sem mótið er haldið og í fjórða sinn sem það fer fram í Reykjavík.  Frá upphafi eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

    Mótið verður haldið í sameiningu af tveim stærstu félögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti, á félagssvæði Fáks í Víðidal. Í Fáki er mikil reynsla af mótahaldi og svæðið einstaklega vel búið til að halda stór mót með tilliti til aðstæðna fyrir knapa og gesti. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður landsins en Landssamband hestamanna er fjórða stærsta sérsamband ÍSÍ með meira en 12.000 félagsmenn.

    Keppnishluti Landsmóts er gríðar stór en keppendur koma frá öllum hestamannafélögum af landinu. Þá er Landsmót einnig vettvangur fyrir sýningu hæst dæmdu kynbótahrossa í hverjum aldursflokki.

    Miðasala er í fullum gangi og um að gera að tryggja sér miða í tíma.

     

Fréttir og tilkynningar

Að styðjast við hesta í starfi með fólki

13.06.2024
Æfingastöðin stendur fyrir námskeiðinu “Að styðjast við hesta í starfi með fólki” dagana 15. og 16. september 2024. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig hægt er að innleiða hesta í fjölbreytt starf með fólki með það að markmiði að efla heilsu, færni og þátttöku. Námskeiðið er haldið í beinu framhaldi af ráðstefnu Æfingastöðvarinnar “Dýr í starfi með fólki” sem fer fram laugardaginn 14. september. Námskeiðið gildir til endurmenntunar.

Viltu vera sjálfboðaliði á Norðurlandamóti?

06.06.2024
Frábær leið til þess að vera virkur þátttankandi í einu stærsta Norðurlandamóti sem haldið hefur verið. Norðurlandamót leitar að öflugum sjálfboðaliðum til að aðstoða við framkvæmd mótsins. Að taka þátt sem sjálfboðaliði er gefandi og skemmtilegt, auk þess að vera frábært tækifæri til að kynnast fólki héðan og þaðan. Mót af þessari stærðargráðu væru óframkvæmanleg nema vegna sjálfboðaliðana. 

Nú birtast slysaskráningar á kortavefsjánni

03.06.2024
Við viljum minna hestafólk á hnappinn – Slysaskráning á heimasíðu LH. Þar er hægt að tilkynna slys en einnig væri gott ef hestamenn myndu skrá þá staði þar sem litlu hefði mátt muna að slys hefði getað orðið, eða augljós slysahætta er til staðar. Með því að skrá þessar upplýsingar fáum við yfirlit yfir það, hvar vankantar eru á öryggi hestamanna sem hægt er að bæta úr og laga svo fleiri lendi ekki í óhöppum. Slysstaðir sem gefnir eru upp í skráningunni eru síðan færðir inn á Kortasjánna og þannig geta notendur hennar séð hvar varhugaverðar aðstæður eru til staðar og farið með gát um þau svæði á meðan unnið er að úrbótum. Á kortavefsjá LH eru skráðar reiðleiðir um allt land alls um 12500km það er eru einnig hægt að leita upplýsinga um vegvísa, áningar, skála, fjárréttir og neyðarskýli og nú einnig hvar slys hafa verið tilkynnt.

Dregið hefur verið í stóðhestaveltu landsliðsins

30.05.2024
Dregið hefur verið í stóðhestaveltu landsliðsnefndar LH. Stóðhestaveltan er einn af stærstu og mikilvægustu fjáröflunarviðburðum landsliðs- og afreksmála LH.  Landssamband hestamannafélaga þakkar stóhestaeigendum sem gáfu tolla og ennfremur hryssueigendum sem keyptu miða í stóðhestaveltunni. 
Styrkja LH

Vefverslun

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
65.000 kr.
Skoða vöru

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Heimur hestsins

Skoða vöru

Landsliðsbolir

Almennt verð
Verð kr.
9.900 kr.
Skoða vöru