• HM ÍSLENSKA HESTSINS
    4. - 11. ágúst 2025


    Sumarið 2025 verður Heimsmeistaramót íslenska hestsins"haldið í Sviss.

    Eins og flestir vita þá eru Heimsmeistaramótin með glæsilegustu viðburðum sem haldnir eru á erlendri grundu með Ísland í forgrunni.

    Mótið er dagana 4. - 10. ágúst og fer fram í BirmensTorf í Sviss

    BirmensTorf er lítið þorp í ca 30 km fjarlægð frá Zürich og mótssvæðið “Hardwinkelhof” í útjaðri þess. Mjög aðgengilegt og fallegt mótssvæði. Með fullri virðingu fyrir síðasta HM móti, sem haldið var 2009 í Sviss, þá er Handwinkelhof miklu aðgengilegri mótsstaður en var þá. Stutt er til Baden sem er mjög líflegur, fallegur bær og einfalt að njóta lífsins þar.

    Eins og áður þá býður VERDI Sport upp á pakkaferðir á mótið.

    Nánari upplýsingar

Fréttir og tilkynningar

Finnbogi Bjarnason er reiðkennari ársins 2024

04.12.2024
Finnbogi er fæddur og uppalinn í hestamennsku í Skagafirði þar sem hann er búsettur en hann útskrifaðist með BSc í reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum árið 2020. Í umsögn um Finnboga stendur: Finnbogi starfar sem reiðkennari og við þjálfun hrossa bæði á Íslandi og í Sviss. Hann kennir Reiðmanninn eitt & þrjú á Sauðárkróki þar sem fjöldi nemenda eru skráðir en Reiðmaðurinn er nám í reiðmennsku og hestafræðum á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann er einnig reiðkennari í æskulýðsstarfi Skagfirðings og hefur verið síðustu ár þar sem hann kennir keppnisþjálfun og almenna reiðkennslu fyrir krakkana í félaginu en Finnbogi hefur sjálfur töluvert mikla reynslu á keppnisbrautinni. Hann hefur fylgt krökkunum vel eftir í kennslunni, meðal annars á Landsmóti hestamanna í sumar. Einnig hefur hann starfað við reiðkennslu á hestabraut FNV á Sauðárkróki sem er þriggja ára námsbraut í hestamennsku. Í Sviss hefur hann verið virkur í reiðkennslu bæði með ungmennum og fullorðnum, meðal annars aðstoðarmaður/þjálfari nokkura keppenda í Svissneska landsliðinu. Finnbogi hefur mikinn metnað, ávallt jákvæður fyrir verkefninu og nemendur láta afar vel að honum.

Streymi frá menntahelginni verður opið til 13. des

03.12.2024
Þá er frábæri menntahelgi Landsliðanna og Hæfileikamótunar lokið. Viðburðurinn tókst að öllu leyti ákaflega vel en hann hófst með skemmtilegri Hestaspurningakeppni á föstudagskvöldi, síðan tóku við ákaflega fróðlegar kennslusýningar A landsliðsknapa á laugardag og svo á sunnudag voru stórglæsilegar og ekki síður fræðandi sýningar hæfileikamótunar og U21.

Hestamaðurinn Ólöf Bjarki Antons tilnefnt sem framúrskarandi ungur Íslendingur

03.12.2024
Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem eru að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni á sínu sviði og hafa verðlaunin verið haldin óslitið síðan árið 2002. Tilnefningar til framúrskarandi ungra Íslendinga voru mun fleiri en þær hafa verið undanfarið og hlutum við í kringum 200 tilnefningar. Það var vandasamt og erfitt verkefni að vinna úr. Það er því ljóst að við erum rík af ungu fólki sem er að gera vel á sínu sviði.

Sigurlína Erla er LH félagi ársins

30.11.2024
Félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar.
Styrkja LH

Vefverslun

Leiðin að gullinu

Almennt verð
Verð kr.
5.900 kr.
Skoða vöru

Uppskeruhátíð 2024

Almennt verð
Verð kr.
14.900 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Landsþing 2024

Almennt verð
Verð kr.
13.590 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Lokahóf Landsþings

Almennt verð
Verð kr.
12.500 kr.
Skoða vöru