• Uppskeruhátíð Landssambands hestamananfélaga og fÉlagshrossabænda 

     

    Laugardaginn 12. október 2024 mun Landssamband hestamannafélaga og félag hrossbænda leiða saman hesta sína í ár og halda sameiginlega uppskeruhátíð hestafólks. Hátíðin mun fara fram þann 12. október í Gullhömrum. Á dagskránni eru verðlauna afhendingar fyrir okkar fremstu knapa og ræktendur, steikarhlaðborð ásamt alvöru sveitaballi.

    Í fyrra seldist upp á hátíðina og hvetjum við því alla áhugasama um að tryggja sér miða í tíma. Miðasala fer fram á heimasíðu LH. Verð á hátíðina er 14.900kr.

    Þeir sem vilja bóka sig saman á borð er bent á að kaupa miðana sína í einni pöntun eða að öðrum kosti senda óskir um sætaskipan á joninasif@lhhestar.is.

     

    Kaupa miða

Fréttir og tilkynningar

Viltu láta til þín taka á alþjóðavettvangi

12.09.2024
FEIF leitar nú að ,,young committee members“ eða ungfulltrúum í tveir nefndir. Ungfulltrúar eru á aldrinum 18-26 ára og er hugmyndin að gefa ungu fólki tækifæri til að kynnast því að starfa í alþjóðlegum nefndum og ráðum. Það er einkar mikilvægt að ungt fólk fái tækifæri til að láta rödd sína heyrast og setja mark sitt á þá þróun sem það vill sjá hestamennskunni til heilla.

Heimsmet Konráðs Vals í 150 m skeiði staðfest

10.09.2024
FEIF hefur staðfest heimsmet Konráðs Vals Sveinssonar og Kjarks frá Árbæjarhjáleigu II í 150m. skeiði á tímanum 13,46 sek. sem sett var á Íslandsmóti 2024 þann 27. júlí sl. Þeir félagar Konráð og Kjarkur hafa þá um leið bætt Íslandsmet sitt í greininni sem þeir settu á Reykjavíkurmóti fyrr í sumar. 

Uppskeruhátíð 12. október

04.09.2024
Landssamband hestamannafélaga og félag hrossbænda leiða saman hesta sína í ár og halda sameiginlega uppskeruhátíð hestafólks. Hátíðin mun fara fram þann 12. október í Gullhömrum. Á dagskránni eru verðlaunaafhendingar fyrir okkar fremstu knapa og ræktendur, steikarhlaðborð ásamt alvöru sveitaballi. Í fyrra seldist upp á hátíðina og hvetjum við því alla áhugasama um að tryggja sér miða í tíma. Miðasala fer fram á heimasíðu LH. Þeir sem vilja bóka sig saman á borð er bent á að kaupa miðana sína í einni pöntun eða að öðrum kosti senda óskir um sætaskipan á joninasif@lhhestar.is.

Opið er fyrir umsóknir í Hæfileikamótun veturinn 2024-2025

04.09.2024
Hæfileikamótun LH er fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára. Yfirþjálfari Hæfileikamótunar er Sigvaldi Lárus Guðmundsson reiðkennari. Þróun Hæfileikamótunar LH hefur verið mikil undanfarin ár. Á þessu starfsári verður boðið upp á tvo hópa líkt og í fyrra. Þetta er gert til þess að veita sem flestum efnilegum knöpum tækifæri til þess að komast í umhverfi hæfileikamótunar, efla starfið og á sama tíma að veita hverjum knapa enn meiri aðstoð en áður. Vetrarstarfið hefst á ferð norður að Háskólanum á Hólum í Hjaltadal þar sem nemendur fá innsýn í námið á Hólum, sýnikennslu og reiðkennslu hjá kennurum við skólann ásamt því að fá helgi til þess að kynnast og hrista saman hópinn.
Styrkja LH

Vefverslun

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
65.000 kr.
Skoða vöru

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Heimur hestsins

Skoða vöru

Landsliðsbolir

Almennt verð
Verð kr.
9.900 kr.
Skoða vöru