• Gæðingafimi LH

  Kynnið ykkur gæðingafimi LH

  Á síðasta landsþingi LH var samþykkt að notast verði við reglur um gæðingafimi unnar af starfshópi LH um gæðingafimi til reynslu fram að landsþingi 2022. 

  Við hvetjum forsvarsmenn hestamannafélaganna og mótaraðanna til þess að nota reglurnar og halda sem flest mót í gæðingafimi LH á öllum stigum fyrir sína félagsmenn til þess að fá sem mesta reynslu á reglurnar.  Búið er að setja saman teymi sem mun halda utan um dómskjölin og aðstoða mótshaldara við að halda mót.
   
  Einnig hvetjum við knapa sem hugnast að keppa í greininni og hinn almenna hestamann að kynna sér reglurnar og prófa að útfæra sýningar. 
   
Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar