• Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og fÉlagshrossabænda 

     

    Laugardaginn 12. október 2024 mun Landssamband hestamannafélaga og félag hrossbænda leiða saman hesta sína í ár og halda sameiginlega uppskeruhátíð hestafólks. Hátíðin mun fara fram þann 12. október í Gullhömrum. Á dagskránni eru verðlauna afhendingar fyrir okkar fremstu knapa og ræktendur, steikarhlaðborð ásamt frábæri skemmtidagskrá þar sem fram koma Elli og Hlynur, Fríða Hansen, Emmsjé Gauti og Dj Víðir og Dýrið.

     

    Í fyrra seldist upp á hátíðina og hvetjum við því alla áhugasama um að tryggja sér miða í tíma. Miðasala fer fram á heimasíðu LH. Verð á hátíðina er 14.900kr.

    Þeir sem vilja bóka sig saman á borð er bent á að kaupa miðana sína í einni pöntun eða að öðrum kosti senda óskir um sætaskipan á joninasif@lhhestar.is.

    18 ára aldurstakmark.

     

    Kaupa miða

Fréttir og tilkynningar

Tilnefningar til knapaverðlauna 2024

03.10.2024
Nú styttist í uppskeruhátíð hestafólks og að sjálfssögðu verða þar heiðraðir þeir knapar sem hafa náð hvað bestum árangri á árinu. Af mörgu er að taka enda er frábæru keppnisári að ljúka og verður einkar spennandi að sjá hverjir munu hreppa hin glæsilegu verðlaun. Þess ber að geta að verðlaunagripurinn er sérhannaður af Inga í Sign og ber heitið Eldur:

Tilkynning frá Hestamannafélaginu Jökli

30.09.2024
Opið gæðingamót Hestamannafélagsins Jökuls fór fram í lok júlí og að vanda var mikil þátttaka á mótinu og hefur þessi viðburður verið að festa sig í sessi sem feykilega vinsælt mót í mótaflórunni á Íslandi ár hvert.

Djúkboxið leikur fyrir dansi á Uppskeruhátíð

30.09.2024
Nú styttist í uppskeruhátíð hestafólks. Hátíðin mun fara fram þann 12. október í Gullhömrum. Hátíðin tókst með eindæmum vel í fyrra og eigum við von á geggjuðu kvöldi þar sem við munum heiðra knapa fyrir frábæran árangur á árinu en líka skemmta okkur enda hvergi jafn gaman og þar sem hestafólk kemur saman. Nú er komið í ljós að hin æðimagnaða stuðhljómsveit D J Ú K B O X I Ð mun leika fyrir dansi og er þá ekki hægt að segja annað en að skemmtidagskráin sé orðin heldur betur vel mönnuð. Kvöldinu munu stýra þeir Elli og Hlynur en saman mynda þeir frábæra heild og kunna heldur betur að halda uppi gleðinni syngjandi, stríðandi og skemmtandi. Hestakonan og söngdívan Fríða Hansen ætlar að taka nokkur lög og næstum því hestamaðurinn, brekkukóngurinn Emmsjé Gauti mun án efa fá einhverja til að dusta rykið af danstöktunum. Gullhamrar eru annálaðir fyrir frábæran mat og glæsilega aðstöðu og hlökkum við mikið til að halda hátíðina okkar þar. Miðasala er í fullum gangi en við minnum áhug

Framboð til stjórnar Landssambands hestamannafélaga

28.09.2024
64. landsþing LH verður haldið í Borgarnesi 25. til 26. október 2024. Kjörnefnd LH vekur athygli á að þau sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynni framboð sitt til nefndarinnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Framboðsfrestur er til miðnættis 10. október.
Styrkja LH

Vefverslun

Nýtt

Landsþing 2024

Almennt verð
Verð kr.
13.590 kr.
Skoða vöru

Uppskeruhátíð 2024

Almennt verð
Verð kr.
14.900 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Lokahóf Landsþings

Almennt verð
Verð kr.
12.500 kr.
Skoða vöru

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru