Lög og reglur LH

 

Reglur um gæðingafimi LH  - uppfært janúar 2022
 
 
Ályktun landsþings um reglur um gæðingafimi:
62. Landsþing Landssambands hestamannafélaga, haldið í Reykjavík 27.-28. nóvember 2020, samþykkir að notast verði við reglur um gæðingafimi unnar af starfshópi LH um gæðingafimi til reynslu fram að landsþingi 2022. Mælst er til að keppt verði í greininni á Íslandsmóti og þær mótaraðir sem hafa gæðingafimi sem keppnisgrein noti þessar reglur á næsta keppnisári. Nefndin sem hannaði þetta og gerði fái allar athugasemdir um breytingar og þróun greinarinnar til næstu tveggja ára. Senda inn allar breytingar og tillögur til LH. Stefnt er á að reglurnar verði lagðar fyrir landsþing 2022 til samþykktar sem reglur LH um gæðingafimi. Hestamannafélögin verði einnig hvött til að halda mót í gæðingafimi á öllum stigum til að fá sem mesta reynslu á reglurnar. Sjá reglur starfshóps LH um gæðingafimi.