Fréttir: 2023

Heimsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum

11.08.2023
Fréttir
Hreint út sagt frábær dagur að kvöldi kominn hér í Orischot. Dagurinn var tileinkaður tölti og byrjaði á T2. Þar voru hlutskarpastir Máni Hilmarsson og Gljátoppur frá Miðhrauni. Máni keppir fyrir hönd Svíþjóðar þar sem hann býr. Sýningin hjá þeim var glæsileg og hlutu þeir 8,70. Hæsta einkunn í ungmennaflokki kom í hlut Lenu Becker frá Þýskalandi sem fékk 7,60. Benedikt og Leira-Björk áttu á köflum ágæta sýningu en enduðu neðst ungmenna að þessu sinni með 4,23. Þrátt fyrir það leiðir hann keppnina um heimsmeistaratitill ungmenna í samanlögðum fimmgangs greinum, þar sem fátt getur komið í veg fyrir að hann happi titlinum að loknum 100m skeið sprettinum á morgun.

Elvar og Fjalladís tvöfaldir heimsmeistarar!

10.08.2023
Fréttir
Nú er þriðja degi heimsmeistaramótsins lokið og það má með sanni segja að Íslenski hópurinn hefur staðið sig gífurlega vel og raðað inn verðlaunum. Í kvöld fóru fram seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði. Elvar og Fjalladís áttu fyrir kvöldið besta tíman 22,17 sek

Viðtal við Sigga Ævars

10.08.2023
Fréttir
Við settumst niður með Sigga Ævars í upphafi HM og fórum aðeins yfir mótið. Skemmtilegt spjall. Endilega kíkið á þetta.

Stórglæsilegri forkeppni í fjórgangi er nú lokið

10.08.2023
Fréttir
Stórglæsilegri forkeppni í fjórgangi er nú lokið. Ísland átt þrjá fulltrúa. Tvo í fullorðinsflokk þau Jóhönnu Margréti og Bárð frá Melabergi og Viðar Ingólfsson og Þór frá Stóra-Hofiog einn í ungmennaflokki Jón Ársæl og Frá frá Sandhól. Allir okkar keppendur buðu upp á glæsilegar sýningar. Jóhanna og Bárður hlutu 7,77 í einkunn og enda þar með í 3 sæti. Viðar og Þór hlutu 7,53 og enduðu í 5 sæti.

Dagskrá dagsins í dag - Fimmtudagur

10.08.2023
Fréttir
Í dag fer fram forkeppni í fjórgangi, yfirlit kynbótasýninga 7 vetra og seinni tveir sprettir í 250m skeiði.

Elvar og Fjalladís leiða í 250m skeiði

09.08.2023
Fréttir
Fjórir knapar hófu leik í 250m skeiði í kvöld. Stemningin á skeiðbrautinni var gífurleg og bekkirnir þétt setnir. Í fyrsta holli störtuðu Hans Þór og Jarl og Elvar og Fjalladís saman. Fjalladís hóf þar með sinn fyrsta keppnis sprett í 250m skeiði. Ný krýndir heimsmeistarar Elvar og Fjalladís voru í feikna stuði og náðu frábærum sprett og tóku forystuna á tímanum 22,69 og leiddu eftir fyrstu umferð.

Fjórir nýir heimsmeistarar í dag!

09.08.2023
Fréttir
Yfirlitssýning í flokki 5 og 6 vetra mera og stóðhesta fór fram í kvöld. Fyrir yfirlitið voru allir íslensku hestarnir efstir í sínum flokk. Það var greinilegt að hugur var í knöpunum sem voru búnir að fínpússa atriðin sín og komu af feiknakrafti inn í yfirlitið.

Glæsileg byrjun í fimmgangi

09.08.2023
Fréttir
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðins flokk og tvo í ungmennaflokk. Allir okkar keppendur stóðu sig vel og eru komnir inn í úrslit. Sara og Flóki voru fyrst inn á völlinn og settu tóninn með glæsilegri sýningu upp á 7,37 og enduðu í 3 sæti og eru í 2. sæti inn í A úrslit fullorðinna. Strax á eftir Söru í rásröðinni voru svo þær Glódís og Salka. Þær áttu frábæra sýningu og náðu sínum besta árangri hingað til og leiða keppnina í U21 með 7,4 og eru með aðra hæstu einkunn dagsins af öllum keppendum í fimmgang, sannarlega flottur árangur það.

Dagskrá dagsins í dag

09.08.2023
Fréttir
Miðvikudagur 9. ágúst hefst á keppni í fimmgangi. Þar eigum við hvorki meira né minna en fimm fulltrúra.