Fréttir: Apríl 2018

Æskan og hesturinn í Víðidal 29. apríl

13.04.2018
Fréttir
Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin sunnudaginn 29. apríl næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum.

Lyfjaeftirlit Íslands sett á stofn

13.04.2018
Fréttir
Starfsemi lyfjaeftirlits á Íslandi var færð í sérstaka sjálfseignarstofnun í dag þegar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, skrifuðu undir skipulagsskrá Lyfjaeftirlits Íslands.​

Nú er Norðlenska hestaveislan að bresta á ..

13.04.2018
Fréttir
Hólaskóli ætlar að vera með sýnikennslu líkt og þau voru með 2016 og vakti gríðarlega lukku. Hefst sú sýning í Léttishöllinni kl. 15.00 á föstudeginum 20. apríl og er engin aðgangseyrir að þeirri sýningu. Miðasala á annars vegar, Fáka og fjör sem og Stóðhestaveisluna hefst á mánudaginn kemur í verslun Líflands á Akureyri.

Opið íþróttamót Mána, 27.-29. apríl

12.04.2018
Fréttir
Helgina 27.-29. apríl verður opið íþróttamót Hestamannafélagsins Mána haldið á Mánagrund í Reykjanesbæ. Boðið verður upp á flestar hefðbundnar greinar og flokka.

Happdrættismiðar til styrktar Róberti komnir í verslanir

12.04.2018
Fréttir
Á Stóðhestaveislunni um liðna helgi fór í gang sala á happdrættismiðum til styrktar hestamanninum Róberti Veigari Ketel sem nú glímir við mjög erfið veikindi.

Árni Björn í beinni á Facebook

10.04.2018
Fréttir
Árni Björn sigurvegari Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum verður í beinni útsendingu á Facebook á morgun, miðvikudag, 11. Apríl kl 20:00.

Ylfa sigraði T2 í MD æskunnar og Líflands

09.04.2018
Fréttir
Í gær fór fram fjórða mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar, Hraunhamars slaktaumatöltið, í TM-Reiðhöllinni í Fáki. Mótið tókst með stakri prýði og var mjög skemmtilegt á að horfa, ekki síst vegna þess hversu stundvísir knapar voru í braut.

Ráslisti fyrir Hraunhamars slaktaumatöltið

06.04.2018
Fréttir
Hraunhamars slaktaumatöltið í Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldið sunnudaginn 8. apríl í TM Reiðhöllinni í Fáki.

NM2018 í Svíþjóð - opið fyrir umsóknir til 1.maí

06.04.2018
Fréttir
Norðurlandamótið í hestaíþróttum verður haldið á Margaretehof í Kristianstad í Svíþjóð dagana 7.-12. ágúst 2018. Þeir sem hafa áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu í sumar þurfa að fylla út eftirfarandi umsóknareyðublað fyrir 1.maí 2018.