Nú er Norðlenska hestaveislan að bresta á ..

13. apríl 2018
Fréttir

Hólaskóli ætlar að vera með sýnikennslu líkt og þau voru með 2016 og vakti gríðarlega lukku. Hefst sú sýning í Léttishöllinni kl. 15.00 á föstudeginum 20. apríl og er engin aðgangseyrir að þeirri sýningu. Miðasala á annars vegar, Fáka og fjör sem og Stóðhestaveisluna hefst á mánudaginn kemur í verslun Líflands á Akureyri.

Á laugardeginum verður rútuferð í Eyjafjörð og nú þegar er byrjað að taka við pöntunum í rútuferðina og um að gera að panta tímalega því í fyrra var uppselt í rútuferðina. Pantanir eru á lettir@lettir.is

Föstudagur –

Sýnikennsla Hólaskóla kl. 15:00, frítt inn

Fákar og fjör kl. 20:00  3000 kr.

Laugardagur

Rútuferð - brottför frá Léttishöllinni kl. 10:00 og kostar 2000 kr.
Farið verður í Ysta-Gerði – Brúnir – Kaupvangsbakka og til Guðmundar Hjálmars.

Aðeins 90 sæti í boði, skráning er á lettir@lettir.is

Laugardagskvöld – Stóðhestaveislan kl. 20:00 4500 kr.

Báðar sýningarnar 5000 kr. í forsölu en 6000 kr. við hurðina.

Frítt fyrir 12 ára og yngri.