Fréttir: Mars 2017

FEIF Youth Camp 2017

31.03.2017
Fréttir
FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 11. – 18. júlí 2017 í St-Truiden í Belgíu. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

Skeiðmót Meistaradeildarinnar á laugardaginn

30.03.2017
Á laugardaginn fer skeiðmót Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum fram. Mótið verður haldið á Brávöllum á Selfossi en Skeiðfélagið mun sjá um framkvæmd mótsins. Keppt verður í 150m. skeiði og gæðingaskeiði.

Tölt og skeið í Uppsveitadeildinni

30.03.2017
Uppsveitadeildinni fer nú senn að ljúka þetta árið. Síðasta keppnin fer fram föstudaginn 31. mars í Reiðhöllinni á Flúðum og hefst með kynningu á keppnisliðum kl. 19:45. Forkeppni í tölti hefst svo kl. 20:00.

Mikill fjöldi gesta og áhugi á samstarfi á alþjóðavettvangi

29.03.2017
Fréttir
Íslandsstofa stýrði þátttöku Horses of Iceland í Equitana sýningunni í Essen í Þýskalandi sem stóð yfir dagana 18.-26. mars.

Ylfa og Hákon sigurvegarar kvöldsins

27.03.2017
Fréttir
Þriðja mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar var haldið í gær sunnudag. Það var Límtré Vírnet sem styrkti þetta mót og hlutu knapar glæsileg verðlaun og að auki fengu knapar í A- og B-úrslitum og fimm efstu í skeiðinu, 1 bretti af spónaböllum, sem vitaskuld kætti foreldrana gríðarlega!

Meistaradeild Líflands og æskunnar á sunnudaginn

24.03.2017
Fréttir
Það er komið að Límtré Vírnet mótinu í Meistaradeild Líflands og æskunnar. Keppt verður í slaktaumatölti og skeiði í gegnum höllina. Þetta eru mjög tæknilegar greinar og að sjálfsögðu hraði og spenna í skeiðinu. Mótið er það þriðja í röðinni og verður sem fyrr haldið í reiðhöllinni í Víðidal.

Stjörnur í Samskipahöllinni

23.03.2017
Fimmgangurinn er á morgun í Samskipahöllinni í Spretti. Keppni hefst kl. 19:00 en það er Sylvía Sigurbjörnsdóttir sem ríður á vaðið á gæðingi sínum Héðni Skúla frá Oddhóli.

Horses of Iceland á Equitana

16.03.2017
Horses of Iceland býður ykkur velkomin á alþjóðlegu hestasýninguna Equitana í Essen, Þýskalandi, 18.-26. mars næstkomandi, þar sem starfsfólk okkar mun kynna íslenska hestinn á bási 2-B19.

Landsliðsfundurinn tókst afar vel

15.03.2017
Á mánudagskvöldið hélt landsliðsnefnd LH metnaðarfullan fræðslufund í veislusal Samskipahallarinnar í Spretti. Farið var yfir lykil að vali landsliðsins sem halda mun á HM í Hollandi í sumar, nýir samstarfsaðilar kynntir til leiks og að lokum flutti Heimir Hallgrímsson magnað erindi.