Meistaradeild Líflands og æskunnar á sunnudaginn

24. mars 2017
Fréttir
Sigurvegarar Hrímnis fjórgangsins um daginn.

Það er komið að Límtré Vírnet mótinu í Meistaradeild Líflands og æskunnar. Keppt verður í slaktaumatölti og skeiði í gegnum höllina. Þetta eru mjög tæknilegar greinar og að sjálfsögðu hraði og spenna í skeiðinu. Mótið er það þriðja í röðinni og verður sem fyrr haldið í reiðhöllinni í Víðidal.

Límtré Vírnet kemur veglega að þessu móti og gefur m.a. keppendum um 17 bretti af spónum. Það á nú eftir að koma sér vel og mun kannski kæta foreldrana mest!

Lífland Kornax mun bjóða uppá vöfflur með rjóma fyrir gesti og keppendur en mótið hefst kl. 16:00 sunnudaginn 26.mars og er ráðgert að því ljúki um kl. 19:00.

Það eru forréttindi að fá að fylgjast með framtíðarknöpum Íslands, sem eru gríðarlega vel ríðandi keppnisfólk, spreyta sig á hinum ýmsu keppnisgreinum hestaíþrótta og því eru hestamenn hvattir til að koma og horfa á mótið og styðja við bakið á Meistaradeildarknöpunum okkar í yngri deildinni. Umgjörðin er glæsileg, verðlaunin sömuleiðis og það verður veisla í Víðidalnum á sunnudaginn!

Hvar: Reiðhöllin Víðidal
Hvenær: sunnudaginn 26.mars n.k. kl. 16:00.

Sjáumst þar!

Lifland

 

 

 

 

Límtré Vírnet