Fréttir: Apríl 2013

Landsbankamót III - Sörli

12.04.2013
12. - 13. apríl Sörlastöðum

HM úrtaka og Gullmót

11.04.2013
Fréttir
Fyrri umferð úrtöku fyrir HM í Berlínn verður haldin 11.júní n.k., seinni umferðin verður svo haldin í tengslum við Gullmótið dagana 13.-15.júní á félagssvæði Fáks í Víðidal. Opnað hefur verið fyrir umsóknir dómara að fá að dæma inni á heimasíðu HÍDÍ - sitthvort dómaragengið verður á hvorri umferð fyrir sig þ.a.l. þarf 10 dómara !!!

Fjórðungsmót /gæðingadómarar ath!!

11.04.2013
Fréttir
Þeir gæðingadómarar/landsdómarar sem áhuga hafa á að dæma fjórðungsmót, bæði fyrir austan á Fornustekkum 20.- 23.júni og á Káldármelum 3.- 7. júlí er beðnir um að sækja um fyrir 1.maí næstkomandi.

Þriðja vetrarmót Spretts – úrslit

11.04.2013
Fréttir
Þriðja og síðasta vetrarmót Spretts í ár fór fram á þriðjudagskvöld á Kjóavöllum. Mótið er hluti þriggja móta raðar og í þetta skiptið var keppt á beinni braut. Metþátttaka var í mótinu og geysihörð keppni í öllum flokkum og greinilegt að vel má halda mót á virkum degi svona þegar styttist í vorið.

Hestafjör - Selfossi 14. apríl 2013

11.04.2013
Fréttir
Hestafjör 2013 verður haldið í reiðhöll Sleipnis að Brávöllum, Selfossi sunnudaginn 14. apríl nk. og hefst hátíðin kl. 14:00. Fram koma sýningarhópar barna, unglinga og ungmenna frá hestamannafélögum á Suðurlandi. Skrautreið og ýmsar þrautir.

Orðsending frá gæðingadómurum

10.04.2013
Fréttir
Gæðingadómarafélag LH vill beina þeim tilmælum til hestamannafélaga/mótshaldara að þeir sæki um dómara til félagsins sem fyrst. Umsóknarform er að finna á vef LH.

Orðsending frá HÍDÍ til dómara og mótshaldara

10.04.2013
Fréttir
Stjórn og fræðslunefnd HÍDÍ vill minna mótshaldara á um að sækja um dómara að lágmarki 4 vikum fyrir mót svo hægt sé að auglýsa mótið til umsókna fyrir dómara inná heimasíðu félagsins og úthluta dómurum á mótin. Mikið af mótum eru á dagskrá í apríl, maí og júní (samkvæmt mótaskrá 2013) þar sem ekki hafa borist umsóknir um dómara á !!!

Nýdómaranámskeið HÍDÍ

10.04.2013
Fréttir
Fyrirhugað er að halda nýdómaranámskeið vikuna 19.-25. ágúst í Mosfellsbæ. Námskeiðagjald verður 80.000 (birt með fyrirvara). Skráning mun fara fram inn á www.hidi.is - og verður send út tilkynning á hestafréttamiðla um að opnað hafi verið fyrir skráningu en síðasti skráningardagur mun vera 1. ágúst.