Fréttir: Júní 2010

Fréttatilkynning frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu

21.06.2010
Fréttir
Þriðjudaginn 15. júní 2010, samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaráætlun sem felur í sér að Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum eru tryggðar kr. 15.710.000 til sérstakrar rannsóknaráætlunar sem felst í að greina orsök sjúkdómsins; smitandi hósti í hrossum sem lagst hefur á íslenska hrossastofninn undanfarna mánuði, greina uppruna hans, kortleggja smitdreifingu og varpa ljósi á eðli sjúkdómsins og þætti sem hafa áhrif á alvarleika hans.

Lágmörk á Íslandsmót fullorðinna 2010 felld niður

16.06.2010
Fréttir
Stjórn LH og Keppnisnefnd LH hafa ákveðið, í ljósi aðstæðna, að fella niður lágmarkseinkunnir fyrir Íslandsmót fullorðinna 2010.

Rannsóknaráætlun samþykkt vegna hrossaflensu

15.06.2010
Fréttir
Tillaga að rannsóknaráætlun var samþykkt í morgun á ríkisstjórnarfundi. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og matvælastofnun lögðu fram tillögu að rannsóknaráætlun vegna smitandi hósta í hrossum en kostnaður við áætlunina er u.þ.b. 19 milljónir.

Snorri Dal og Hanna Rún valin fyrir NM2010

15.06.2010
Fréttir
Liðstjóri hefur valið tvo knapa til viðbótar í íslenska landsliðshópinn sem tekur þátt á NM2010. Þau Snorra Dal og ungmennið Hönnu Rún Ingibergsdóttur.

Fundur um búfjárhald í Dalvíkurbyggð

15.06.2010
Fréttir
Stjórn hestamannafélagsins Hrings býður til fundar um búfjárhald í Dalvíkurbyggð. Fundurinn er opinn öllum sem málaflokkinn varða á einn eða annan hátt. Fundurinn verður haldinn að Rimum, þriðjudaginn 15.júní kl 20:00.

Kristján Magnússon á NM2010 fyrir Ísland

11.06.2010
Fréttir
Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri hefur valið  Kristján Magnússon og hryssuna Alda frá Trengereid til að keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu í Finnlandi.

Denni Hauksson valinn í landsliðið

10.06.2010
Fréttir
Íslenska landsliðið fyrir NM2010 er farið að taka á sig mynd. Liðstjórinn Páll Bragi Hólmarsson hefur nú valið Denna Hauksson og Venus frá Hockbo.

Happdrætti Kóps

09.06.2010
Fréttir
Hestamannafélagið Kópur hefur til sölu happdrættismiða. Miðaverð er 1500 kr. Dregið verður 21.júní 2010. Áhugasamir geta haft samband í síma 869-3486 (Kristín Ásgeirsd.) 865-5427 (Jón Geir) ef þeir hafa hug á að kaupa miða. Glæsileg vinningaskrá.

Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun

09.06.2010
Fréttir
Sumarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 28. júní nk.  Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.