Fréttir: Febrúar 2010

Samstarf Landsmóts og Líflands innsiglað

19.02.2010
Fréttir
Undirbúningur Landsmóts 2010 er á fullu skriði enda að mörgu að huga þegar að svo viðamiklum viðburði kemur.  Eftir áralangt samstarf liggur Lífland ekki á liði sínu og í morgun var undirritaður samstarfssamningur á milli fyrirtækisins og Landsmóts.

Menntamatrixa FEIF

19.02.2010
Fréttir
Menntamatrixulistar FEIF er nú að finna á heimasíðu LH. Hér til vinstri á forsíðunni er flipi sem heitir Matrixa FEIF og þar er hægt skoða listana.

Annað kvöldið í KEA mótaröðinni – Fjórgangur

19.02.2010
Fréttir
Næstkomandi fimmtudag hefst annað kvöldið af fjórum í KEA mótaröðinni í Top Reiterhöllinni á Akureyri. Keppt verður í fjórgangi og hefst keppnin klukkan 20:00 fimmtudaginn 25. febrúar. Húsið opnar kl. 19:30.

Umsóknir fyrir YOUTH CUP

17.02.2010
Fréttir
Æskulýðsnefnd LH minnir áhugasama á að skila inn umsóknum á Youth Cup sem verður haldið 10.- 18. júlí nk. Mótið er haldið í Kalo í Damörku.  Útvegaðir verða hestar ef óskað er. Skilyrði fyrir þátttöku: Reynsla í hestamennsku, enskukunnátta, keppnisreynsla í íþróttakeppni, sjálfstæði, geta unnið í hóp og reglusemi.

Samræmingarnámskeið HÍDÍ - 2010

16.02.2010
Fréttir
Nú er komið að fyrra samræmingarnámskeiði HÍDÍ sem haldið verðursunnudaginn  21. feb. 2010 norðan heiða í reiðhöllinni á Blönduósi. Námskeiðið hefst stundvíslega kl 9.00 árdegis og stendur til 17.00.

Minnum á fræðslufund um fóðrun í kvöld!

15.02.2010
Fréttir
Félag tamningamanna og Léttfeti minna Skagfirðinga og nærsveitarmenn á fróðlegan fund um fóðrun reiðhesta sem fram fer í Tjarnarbæ í kvöld, mánudag kl. 20:30. Kaffiveitingar í boði félaganna.

Gæðingadómarar athugið!

15.02.2010
Fréttir
Næstu daga eiga gæðingadómarar LH von á mynddiski inn um bréfalúguna hjá sér vegna upprifjunarnámskeiða GDLH. Með diskinum fylgja allar upplýsingar um hvernig skal standa að skilum á einkunum og hvenær námskeiðin eru haldin.

Úrslit frá Ísmóti Hrings

15.02.2010
Fréttir
Laugardaginn 13.febrúar var haldið Ísmót á Hrísatjörn við Dalvík. Þátttaka var mjög góð, en um 50 skráningar voru í mótið, 41 í tölti og 10 í skeiði. Aðstæður á tjörninni voru frábærar, og veður hagstætt. Logn og um frostmark. Þökkum við keppendum fyrir að halda tímasetningum, dómurum og öðrum starfsmönnum þökkum við einnig gott starf.

Hver á landsmót hestamanna?

15.02.2010
Fréttir
Nú að undanförnu hefur verið mikil umræða um val á landsmótsstað fyrir landsmót hestamanna. Eru þá fyrirferðarmestir forsvarsmenn þeirra mótssvæða, sem telja sig eiga landsmótin, þ.e.a.s. Gaddstaðaflata og Vindheimamela.