Úrslit frá Ísmóti Hrings

15.02.2010
Stefán Friðgeirsson og Saumur frá Syðra-Fjalli.
Laugardaginn 13.febrúar var haldið Ísmót á Hrísatjörn við Dalvík. Þátttaka var mjög góð, en um 50 skráningar voru í mótið, 41 í tölti og 10 í skeiði. Aðstæður á tjörninni voru frábærar, og veður hagstætt. Logn og um frostmark. Þökkum við keppendum fyrir að halda tímasetningum, dómurum og öðrum starfsmönnum þökkum við einnig gott starf. Laugardaginn 13.febrúar var haldið Ísmót á Hrísatjörn við Dalvík. Þátttaka var mjög góð, en um 50 skráningar voru í mótið, 41 í tölti og 10 í skeiði. Aðstæður á tjörninni voru frábærar, og veður hagstætt. Logn og um frostmark. Þökkum við keppendum fyrir að halda tímasetningum, dómurum og öðrum starfsmönnum þökkum við einnig gott starf. Keppnin var jöfn og spennandi og réðust úrslit í tölti í bráðabana. Mótið var styrkt af Líflandi og Húsasmiðjunni, en fyrirtækin gáfu nytjaverðlaun fyrir 5 efstu sætin í Líflandstölti og 3 efstu sætin í Húsasmiðju-skeiði. Þökkum við styrktaraðlium fyrir þeirra rausnarlega framlag.
Um 60 videoklippur af mótinu er að finna á heimasíðu félagsins www.hringurdalvik.net, einnig munu verða settar inn ljósmyndir þegar þær berast.

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

 Tölt:
1) Stefán Friðgerisson Saumur frá Syðra-Fjalli 1 - 7.11
2) Þorbjörn Hreinn Matthíasson Ýma frá Akureyri - 7.11
3) Þorvar Þorsteinsson Stáli frá Ytri Bægisá - 6.67
4) Ásdís Helga Sigursteinsdóttir Hrifning frá Kýrholti - 6.28
5) Baldvin Ari Guðlaugsson Sindri frá Vallanesi - 6.22

Dómar úr forkeppni munu verða sett inn fljótlega og verður hægt að sjá þau á heimasíðu félagsins undir flipanum "Mótaskrá og úrslit"

100m fljúgandi skeið (handtímataka):
1) Baldvin Ari Guðlaugsson Sindri frá Vallanesi 9.05 sek.
2) Stefán Birgir Stefánsson Blakkur frá Árgerði 9.20 sek.
3) Sveinbjörn Hjörleifsson Drottning frá Dalvík 9.72 sek.

Mótanefnd Hrings.