Fréttir: 2008

Fyrstu afkvæmi Álfs í tamningu

05.12.2008
Fréttir
Byrjað er að temja afkvæmi úr fyrsta árganginum undan Álfi frá Selfossi. Vel er látið af þeim og þykir hann erfa frá sér hina léttu og kátu lund sem einkennir hann sjálfan. Í kaupbæti gefur hann stærri og myndarlegri hross en hann er sjálfur.

Danir eru á uppleið í hestamennskunni

05.12.2008
Fréttir
„Danir eru vel ríðandi og hafa metnað í reiðmennsku,“ segir Erlingur Erlingsson, sem nú er í sinni fimmtu kennsluferð í Danmörku á þessu ári. „Þetta á við bæði um hinn almenna hestamann og atvinnumennina. Danir eru á uppleið.“

Magnús Skúlason í fjórganginn

05.12.2008
Fréttir
Magnús Skúlason í Svíþjóð hefur keypt stóðhestinn Kraft frá Kvistum. Kraftur er einn nokkurra afkvæma Nagla frá Þúfu sýnd voru í vor. Kraftur er álitlegur keppnishestur í tölti og fjórgangi og kaupir Magnús hann sem slíkan. Kraftur er á fimmta vetur.

Ný heimasíða LH í smíðum á Akureyri

04.12.2008
Fréttir
Smíði á nýrri heimasíðu LH er hafin. Tekið var tilboði frá Stefnu á Akureyri, sem er öflugt fyrirtæki á þessu sviði. Stefna hefur smíðað vefi fyrir mörg stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Má þar nefna Búseta, Vodafone, ASK Arkítekta, Tölvuskólann, iSoft, Þekkingu og sveitarfélagið Svalbarðsströnd.

Syðra-Garðshorn ræktunarbú Þingeyinga og Eyfirðinga

04.12.2008
Fréttir
Fjölmenni var á árlegum haustfundi HEÞ sem haldinn var í Funaborg, félagsheimili Funamanna í gærkvöldi. Frummælendur voru Elsa Albertsdóttir doktorsnemi við Lbhí, Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur og Þórir Örn Grétarsson frá Sjóvá. Erindin voru fróðleg og skemmtileg og urðu miklar umræður um þau.

Stóri Þórodds árgangurinn í tamningu

03.12.2008
Fréttir
Nú eru að koma í tamningu trippi undan Þóroddi frá Þóroddsstöðum, fædd 2005, árið eftir að hann setti heimsmet í aðaleinkunn á LM2004. Margar af bestu hryssum landsins voru leiddar undir hestinn það sumar.

Heiðursfólk og afburða- knapar í Fáki

02.12.2008
Fréttir
Á uppskeruhátíð Fáks um helgina voru afreksknapar og afrekssjálfboðaliðar heiðraðir. Að venju bauð Fákur öllum þeim sem hafa starfað fyrir félagið til hátíðarinnar. Sigvaldi kokkur galdraði fram dýrindis mat og Eyjólfur veislustjóri sá um að halda mönnum við efnið.

Olil og Bergur byggja reiðhöll

02.12.2008
Fréttir
Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa ráðist í byggingu reiðhallar. Framkvæmdir við grunn eru þegar hafnar. Húsið er frá Límtré og er 20x50 metrar að flatarmáli.

Mikið djöfull getur fennt

02.12.2008
Fréttir
Á heimasíðum hestamanna- félaganna kennir ýmsra grasa. Á www.sorli.is er að finna kvæði eftir Elías M V Þórarinsson um íslenskt, vestfirskt fannfergi. Dóttir Elíasar, Kristín Auður, heldur úti veitingasölu í Sörla og lagði heimasíðunni til kvæðið.