Fyrstu afkvæmi Álfs í tamningu

05. desember 2008
Fréttir
Byrjað er að temja afkvæmi úr fyrsta árganginum undan Álfi frá Selfossi. Vel er látið af þeim og þykir hann erfa frá sér hina léttu og kátu lund sem einkennir hann sjálfan. Í kaupbæti gefur hann stærri og myndarlegri hross en hann er sjálfur.Byrjað er að temja afkvæmi úr fyrsta árganginum undan Álfi frá Selfossi. Vel er látið af þeim og þykir hann erfa frá sér hina léttu og kátu lund sem einkennir hann sjálfan. Í kaupbæti gefur hann stærri og myndarlegri hross en hann er sjálfur.Byrjað er að temja afkvæmi úr fyrsta árganginum undan Álfi frá Selfossi. Vel er látið af þeim og þykir hann erfa frá sér hina léttu og kátu lund sem einkennir hann sjálfan. Í kaupbæti gefur hann stærri og myndarlegri hross en hann er sjálfur.

„Við tömdum þrjú undan honum í haust,“ segir Erlingur Erlingsson tamningamaður í Langholti. Þau eru skemmtileg. Það er verulega gaman að upplifa gott áframhald í afkvæmum undan stóðhestum sem maður hefur tamið og þjálfað. Miðað við þessi trippi og það sem ég hef heyrt frá öðrum þá virðist Álfur ætla að standa sig sem kynbótahestur. Vona bara að framhaldið verði jafn gott.“

Páll Bragi Hólmarsson í Austurkoti á tvö trippi úr þessum árgangi og voru þau bæði frumtamin í haust:
„Já, við eigum tvö á fjórða undan Álfi, gelding og hryssu. Og það er gaman að segja frá því að hryssan er eitthvað sem ég hef sjaldan kynnst. Geðslagið er alveg frábært og hæfileikarnir sömuleiðis. Eldri systir hennar sammæðra, undan Kjarna frá Þjóðólfshaga, er líka mjög góð. En sú yngri er alveg ótrúlegt trippi. Þær eru undan Snæfríði frá Þóreyjarnúpi.
Folinn er líka mjög efnilegur. Ekki undan hátt metinni hryssu, en þægur og gangfallegur. Það kemur líka dálítið á óvart að trippin undan Álfi eru alla jafna stærri og fallegri en hann sjálfur,“ segir Páll Bragi Hólmarsson.

Á myndinni er Álfur frá Selfossi, setinn af Erlingi Erlingssyni.