Uppfærðar sóttvarnarreglur í íþróttum

15. janúar 2022
Fréttir

Á miðnætti 15. janúar var hert á samkomutakmörkunum í ljósi fjölda smita í samfélaginu og álags á heilbrigðiskerfið.

Helstu reglur er varða íþróttastarf eru eftirfarandi: 

  • Almennar fjöldatakmarkanir eru 10 manns og á það við um börn og fullorðna.
  • Á æfingum og í keppnum hjá börnum og fullorðnum er heimilt að hafa 50 manns í hverju rými.
  • Áhorfendur eru bannaðir á íþróttaviðburðum en heimilt er að hafa fjölmiðlafólk á staðnum og gilda þá almennar fjöldatakmarkanir og reglur um sóttvarnir.
  • Áfram ber að sótthreinsa sameiginleg áhöld milli hópa og lofta vel út.
  • Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu og börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin nálægðartakmörkunum en almennt gildir 2 metra regla í samfélaginu.

Hér er tengill á gildandi sóttvarnarreglur í hestaíþróttum sem gilda frá 15. janúar til 2. febrúar

Hér er hægt að sjá reglugerð heilbrigðisráðherra sem gildir frá 15. janúar - 2. febrúar.
Hér er hægt að lesa minnisblað sóttvarnalæknis frá 13. janúar.