Tilkynning frá GDLH

Fræðslunefnd GDLH minnir á skil á niðurstöðum CD diska sem voru sendir til dómara fyrir rúmlega tveim vikum.

Fræðslunefnd GDLH minnir á skil á niðurstöðum CD diska sem voru sendir til dómara fyrir rúmlega tveim vikum. Skiladagur er á morgun föstudaginn 1.mars á gaedingadomarar@gmail.com

Sjá hér afrit af bréfi sem fylgdi diskunum:

Ágæti gæðingadómari

Hér sendum við þér disk með nokkrum sýningum sem er jafnframt stöðumat á ykkur dómarar góðir fyrir komandi vertíð.  Það sem þú þarft að gera er að dæma og skila af þér með því að senda okkur mail á gaedingadomarar@gmail.com  eða senda okkur í bréfpósti meðfylgjandi eyðublað á Landssamband hestamannafélaga, Engjavegi 6, 104 Reykjavik.  Eyðublað þetta má einnig finna inná www.lhhestar.is undir linknum gæðingadómarar.  Við hvetjum alla til að taka sér tíma í þetta verkefni fara eftir leiðaranum, þannig náum við langbestum árangri við samhæfingu.  Skil á efninu þarf að vera lokið fyrir 1. mars 2013 (þeir sem skila ekki fyrir þann tíma geta ekki orðið virkir dómarar fyrir árið 2013) svo að þetta verði klárt fyrir upprifjunarnámskeið sem haldið verður í á félgassvæði hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ  þann 10.mars frá kl 10:00 – 16:00 og á Hólum þann 26.mars kl 18 – 22:00.
Verð á námskeiðinu er 12.000, - kr og borga þarf 1.500, - í félagsgjald, samtals: 13.500,-
Ekki verður posi á staðnum, aðeins verður tekið við peningum.

Vinsamlegast mætið tímalega og með lög/reglur og leiðarann meðferðis, tekið verður stöðupróf í lögum og reglum.  Góðrar stundvísi er krafist til þess að vera fullgildur dómari og til þess að  starfa á komandi keppnistímabili og sitja þarf allt námskeiðið.  Ástæða þess að námskeiðunum er flýtt er sú svo að meiri tími gefist til að raða niður á mót vorsins. 

Þema námskeiðanna er: Hægt tölt - barna og unglingakeppni – lög og reglur

Á disknum er eftirfarandi:

Tvær sýningar í A flokk
Tvær sýningar í B flokk
Tvær sýningar í unglingaflokk
Tvær sýningar í barnaflokk
Einn skeiðsprettur

Fræðslunefnd GDLH    
Sigurbjörn Bárðarson
Sigurður Ævarsson
Ágúst Hafsteinsson
Lárus Hannesson
Oddrún Ýr Sigurðardóttir