Þjálfun ásetu, stjórnunar og andlegs undirbúnings knapa fyrir keppni

Alþjóðleg menntaráðstefna FEIF verður haldin á Hólum 25.-26.ágúst 2011. Námskeiðið er opið fyrir hestafræðinga, tamningamenn og þjálfara á 1.-3. stigi Matrixunnar og alþjóðlega dómara FEIF. Alþjóðleg menntaráðstefna FEIF verður haldin á Hólum 25.-26.ágúst 2011. Námskeiðið er opið fyrir hestafræðinga, tamningamenn og þjálfara á 1.-3. stigi Matrixunnar og alþjóðlega dómara FEIF.

Á ráðstefnunni verður farið í þjálfun ásetu, stjórnun og síðast en ekki síst andlegan undirbúning og þjálfun knapa fyrir keppni. Þetta er ráðstefna sem engin má missa af sem er að kenna reiðmennsku. 

Frestur til þess að skrá sig á ráðstefnuna rennur út 6.maí nk.

Að ráðstefnunni standa Háskólinn á Hólum, Landssamband hestamannafélaga, Félag hrossabænda, Félag Tamningamanna, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri ásamt FEIF.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Háskólans á Hólum, http://www.holar.is/, eða hjá skrifstofu LH.

Auglýsinguna má skoða nánar hér.