Tékklisti fyrir þuli á íþróttaviðburðum

27. mars
Þulir á HM í Hollandi
Þulir á HM í Hollandi

FEIF gaf nýlega út tékklista fyrir þuli á íþróttaviðburðum. Listinn inniheldur yfirgrips miklar leiðbeiningar með áherslu á virk samskipti, þekkingu á reglum og fagleg vinnubrögð. Með því að fylgja þessum reglum má án efa auka árangur og skemmtanagildi bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Þulir bera ábyrgð á að tryggja þægilega framvindu keppninnar með því að stjórna tímasetningum og þá er mikilvægt að þeir gefi í rólegheitum skýr og hnitmiðuð skilaboð og séu vel að sér í regluverki þeirrar greinar sem þeir lýsa. Þulurinn er tenging knapa og áhorfanda við keppnina. Góður þulur lyftir keppni á hærra plan en slæmur getur truflað alla þá sem hlusta og í versta falli eyðilagt forkeppni eða jafnvel úrslitakeppni með rangri leiðsögn. Það er mjög mikilvægt að þulurinn viti hvernig hann á leysa verkið af hendi.

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að vera þulir á mótum að kynna sér þetta skjal. 

tekklisti-fyrir-thuli-a-ithrottavidburdum.pdf