Skógarhólar á Þingvöllum – áningarstaður hestamanna

Skógarhólar í þjóðgarðinum á Þingvöllum eru í eigu Hestamannafélaganna í landinu og er saga Skógarhóla samofin sögu Landssambands hestamannafélaga. Á þessu ári eru 70 ár síðan fyrsta Landsmót hestamanna var haldið á Þingvöllum.

Skógarhólar eru kjörinn áningarstaður fyrir hestamenn sem eiga leið á milli landshluta sunnan- og vestanlands. Staðurinn býður upp á mikla möguleika fyrir hesta og hestamenn, góðar og fjölbreyttar reiðleiðir og þar mætast fornar þjóðleiðir úr mörgum landshlutum í einstakri náttúrufegurð.

Unnið hefur verið að endurbótum á húsnæði og girðingum á svæðinu og í ár stendur til að gera enn frekari endurbætur á aðstöðunni.

Viljum við hvetja hestamenn sem hyggjast fara í hestaferðir í sumar að koma við í Skógarhólum og nýta sér aðstöðuna þar.

Skrifstofa LH tekur á móti bókunum: skogarholar@lhhestar.is / 514 4030. Nánari upplýsingar má finna á síðu Skógarhóla á heimsíðu LH.