Mótaskrá 2017

26. janúar 2017
Jakob Svavar og Skýr frá Skálakoti

 Mótaskráin er stútfull að venju og í febrúar, mars og apríl verður mikið um að vera fyrir áhugamenn og atvinnumenn í hestamennsku.

Má þar nefna Meistaradeildina í hestaíþróttum sem hefst 9. febrúar á fjórgangi, Vesturlandsdeildin hefst sex dögum áður, Suðurlandsdeildin 14. febrúar, GLuggar & gler deildin 16. febrúar, KEA mótaröðin og Uppsveitadeildin þann 17. febrúar, Meistarakeppni æskunnar þann 19. febrúar, KS mótaröðin 22. febrúar og Blue Lagoon mótaröð yngri flokka þann 26. febrúar.

Mars verður að sama skapi mjög þéttur og þá heldur keppni áfram í deildunum um allt land, auk þess sem fjöldinn allur af vetrarmótum eru á döfinni.

Í apríl byrja svo ræktunarsýningar og stórmótið “Þeir allra sterkustu” á vegum landsliðsins verður haldi 15. apríl í Samskipahöllinni.

LH hvetur forráðamenn félaga til að senda inn mótadaga sem fyrst ef það er ekki búið.

Smelltu hér til að skoða mótaskránna 2017 í heild sinni.