Leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk

27. ágúst 2018
Fréttir

FEIF og LH auglýsa eftir þátttekendum á þriðja leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið veður haldið 9-11. nóvember í TM-reiðhöllinni í Reykjavík og húsakynnum Eldhesta við Hveragerði.

FEIF vill hvetja ungt fólk áfram því þau eru leiðtogar framtíðarinnar. Með það að leiðarljósi hefur æskulýðsnefnd FEIF sett saman röð námskeiða þar sem kenndar eru leiðir til að efla leiðtogahæfni i samskiptum við bæði hesta og menn.

Námskeiðið er bæði fræðilegt og verklegt en þátttakendur þurfa ekki að koma með hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda er 35 manns í heild.

Fyrirlesarar eru:

Anna Steinssen – BA gráða í tómstunda- og félagsmálafræði, Anna hefur sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum fyrir ungt fálk og unnið fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. Hún er eigandi og þjálfari hjá KVAN

Karen Woodrow – reiðkennari og BA í verkefnastjórnun

Kostnaður: Þátttakendur greiða 220 euro (ca 28.000kr.ISK) í námskeiðsgjald og innifalið í því er fæði og gisting.  Enginn ferðakostnaður innifalinn.

Námskeiðið hefst föstudaginn 9. nóvember í TM-höllinni í Viðidal kl 16:00 og endar á sunnudegi 11. nóvember um hádegi hjá Eldhestum.

Skráning: Þátttakendur verða að skrá sig í gegnum æskulýðsfulltrúa í sínu landi eða á skrifstofur síns landssambands. Aðeins tveir frá hverju landi komast að en hægt verður að komast á biðlista. Íslenskir þátttekendur þurfa að skrá sig fyrir 10.október á þessu eyðublaði

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Hlökkum til að sjá ykkur

Gundula Sharman FEIF Direktor of Youthwork & Helga B Helgadóttir FEIF Committee and LH