Kosning um nýtt nafn á Gæðingafimi LH

09. janúar
Fréttir
Mynd: Eiðfaxi

Á landsþingi LH síðastliðið haust var samþykkt að taka Gæðingafimi LH inn í regluverk LH en jafnframt var samþykkt að efna til samkeppni um nýtt nafn á greinina. 

Hér má finna reglurnar

Hestamenn voru hvattir til að senda inn tillögur að nýju nafni á Gæðingafimi LH, fjölmargar tillögur bárust og þökkum við kærlega þeim sem sendu inn. 

Skipuð var þriggja manna nefnd til að velja úr innsendum tillögum og þetta eru þær sem hafa verið valdar til kosninga:

  • Gæðingalist
  • Samspil 
  • Hestalist
  • Gæðingaflæði

Við hvetjum hestamenn til að láta sig málið varða því nafnið er varanlegt. 

Kosningu lýkur 23. janúar og tilkynnt verður um nýtt nafn 1. febrúar. 

 

Kjósa hér