FEIF- fréttir

03. maí 2011
Fréttir
FEIF sendir reglulega frá sér fréttabréf sem hefur að geyma mikilvægar upplýsingar. Fréttabréfið, á ensku, í heild sinni má sjá með því að smella hér. Fyrir neðan má lauslega þýðingu á fréttabréfinu. FEIF sendir reglulega frá sér fréttabréf sem hefur að geyma mikilvægar upplýsingar. Fréttabréfið, á ensku, í heild sinni má sjá með því að smella hér. Fyrir neðan má lauslega þýðingu á fréttabréfinu.

Nýjasta útgáfa af íþróttadómaraleiðara FIPO 2011 (á ensku) hefur verið gefin út.  Hægt er að nálgast nýjustu útgáfuna á vef FEIF, http://www.feif.org/,  heimasíðu LH, www.lhhestar.is, eða með því að smella hér.

Í nýjustu útgáfunni er að finna breytingar á dómgæslu fyrir skeið á hringvelli, fimmgangi. Lögð er meiri áhersla á gæði niðurtökunnar á skeið, heldur en nákvæmlega hvar sé tekið niður á skeið. Dómarar geri skarpari mun á heilli langhlið og hálfri langhlið. Hæsta einkunn var 3.5 en er nú 2.0. Ef knapi fær gult spjald fyrir einhvern af skeiðsprettunum í fimmgangi þá getur lokaeinkunn fyrir skeið ekki verið hærri en 3.5.

Nýjasta útgáfan af FIRO 2011 er einnig að finna á heimasíðu FEIF, http://www.feif.org/, en FIRO eru lög og reglur FEIF.

43 alþjóðlegir íþróttadómarar frá 10 mismunandi löndum sóttu upprifjunarnámskeið 8. og 9.apríl í St.Radegund, Austurríki, en það er mótsstaður Heimsmeistaramóts íslenska hestsins. Á sunnudeginum, 9.apríl, hittust þeir 15 dómarar sem dæma á Heimsmeistaramótinu ásamt yfirdómara, Einar Ragnarsson, og varayfirdómara, Eva Petersen, og hófu undirbúning dómara fyrir HM2011.

Fyrsta alþjóðlega námskeiðið á vegum FEIF um kynbótasýningar sérstaklega fyrir unga atvinnuknapa var haldið á Íslandi í síðustu viku marsmánaðar. 25 ungir atvinnuknapar á aldrinum 20 til 26 ára komu saman á Skeiðvöllum hjá Sigurði Sæmunssyni og fjölskyldu. Hvert aðildarland FEIF hafði kost á að senda allt að þrjá fulltrúa og í ljós kom að það voru 12 lönd sem sendu fulltrúa á námskeiðið. Hugmynd námskeiðsins var að miðla reynslu og bjóða uppá kennslu til framtíðarknapa með því markmiði að auka gæði kynbótasýninga og efla unga kynbótaknapa.

Hestar í Evrópu (EHN – European Horse Network) birti nú á dögunum upplýsingabækling um „Hestar í Evrópu“. Markmið EHN er að kynna þróunina innan hestamennskunnar í Evrópu. FEIF er einn af stofnunaraðilum EHN.
Breytingar á lista yfir ólöglegan beislisbúnað – Notkun skáreimar ásamt méla með keðju hefur verið bætt við á lista yfir ólöglegan beislisbúnað. Þessi ákvörðun var tekin á árlegum fundi FEIF Sport.

Í fréttabréfinu er að finna fleiri og ítarlegri upplýsingar, endilega kynnið ykkur fréttabréfið.