Fréttir

Jóhann Skúlason í 12. sæti í kjöri um íþróttamann ársins 2019

Jóhann vann það einstaka afrek á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín 2019 að vinna þrefaldan heimsmeistaratitil á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Jóhann varð heimsmeistari í tölti T1, fjórgangi V1 og samanlögðum fjórgangsgreinum. Þá hlaut Jóhann reiðmennskuverðlaun FEIF sem afhent er þeim sem þykir sýna besta reiðmennsku á HM. Þar með eru heimsmeistaratitlar Jóhanns orðnir 13 talsins frá árinu 1999.

Tilkynning frá stjórn LH

Stjórn Landssambands hestamannafélaga lýsir yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins.

Nýr landsliðsþjálfari U-21 landsliðs LH

Hekla Katharína Kristinsdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari U21-landsliðshóps LH frá 1. janúar 2020.

Umsóknir um Landsmót 2024

Landsmót hestamanna ehf. auglýsir eftir umsóknum hestamannafélaga vegna Landsmóts 2024.

Þakkir til sjálfboðaliða

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða er í dag þann 5. desember. Stór hluti hestamanna leggja sitt af mörkum í sjálfboðastarfi ár hvert í þágu síns hestamannafélags. Þetta er fólk á öllum aldri úr öllum stéttum, fólk í námi, fólk í starfi og fólk á eftirlaunaaldri.