Fréttir

Jóhann Skúlason í 12. sæti í kjöri um íþróttamann ársins 2019

Jóhann vann það einstaka afrek á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín 2019 að vinna þrefaldan heimsmeistaratitil á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Jóhann varð heimsmeistari í tölti T1, fjórgangi V1 og samanlögðum fjórgangsgreinum. Þá hlaut Jóhann reiðmennskuverðlaun FEIF sem afhent er þeim sem þykir sýna besta reiðmennsku á HM. Þar með eru heimsmeistaratitlar Jóhanns orðnir 13 talsins frá árinu 1999.

Tilkynning frá stjórn LH

Stjórn Landssambands hestamannafélaga lýsir yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins.

Nýr landsliðsþjálfari U-21 landsliðs LH

Hekla Katharína Kristinsdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari U21-landsliðshóps LH frá 1. janúar 2020.

Umsóknir um Landsmót 2024

Landsmót hestamanna ehf. auglýsir eftir umsóknum hestamannafélaga vegna Landsmóts 2024.

Þakkir til sjálfboðaliða

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða er í dag þann 5. desember. Stór hluti hestamanna leggja sitt af mörkum í sjálfboðastarfi ár hvert í þágu síns hestamannafélags. Þetta er fólk á öllum aldri úr öllum stéttum, fólk í námi, fólk í starfi og fólk á eftirlaunaaldri.

Forsala aðgöngumiða á Landsmót

Forsala aðgöngumiða á LM2020 er í fullum gangi og er hægt að kaupa dagpassa, helgarpassa og vikupassa. Vikupassar kosta núna 19.900 kr en fullt verð á Landsmóti verður 24.900 kr

Hæfileikamótun LH

Með nýju fyrirkomulagi í afreksmálum LH hefur verið ákveðið að setja af stað verkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa, það kallast Hæfileikamótun LH

LH fært upp um flokk hjá Afrekssjóði ÍSÍ

Á fundi Afrekssjóðs ÍSÍ þann 29. október sl. var samþykkt að færa Landssamband hestamannafélaga úr flokki C í flokk B og hefur framkvæmdastjórn ÍSÍ staðfest þá ákvörðun. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2020.

Norðurlandamótið verður í Svíþjóð 2020

Norðurlandamót íslenska hestsins verður haldið í Norrköping í Svíþjóð vikuna 27. júlí til 2. ágúst 2020. Til stóð að halda mótið í Finnlandi en Finnar báðust undan því þar sem uppbygging á fyrirætluðu mótssvæði er skammt á veg komin. Svíar hlupu í skarðið og varð niðurstaðan að halda mótið í Himmelstalund í Norrköping.

Landsliðið á Bessastöðum

Landsliðsnefnd LH hélt sannkallaðan uppskerudag fyrir HM-landsliðið í hestaíþróttum. Í rauðabítið var haldið í Bláa lónið þar sem liðsmenn létu fara vel um sig drjúga stund. Bláa lónið er einn af stærstu styrktaraðilum landsliðsins og er því vel við hæfi að fagna góðu gengi ársins á þessum magnaða stað.