Fréttir

Norðurlandamótið verður í Svíþjóð 2020

Norðurlandamót íslenska hestsins verður haldið í Norrköping í Svíþjóð vikuna 27. júlí til 2. ágúst 2020. Til stóð að halda mótið í Finnlandi en Finnar báðust undan því þar sem uppbygging á fyrirætluðu mótssvæði er skammt á veg komin. Svíar hlupu í skarðið og varð niðurstaðan að halda mótið í Himmelstalund í Norrköping.

Landsliðið á Bessastöðum

Landsliðsnefnd LH hélt sannkallaðan uppskerudag fyrir HM-landsliðið í hestaíþróttum. Í rauðabítið var haldið í Bláa lónið þar sem liðsmenn létu fara vel um sig drjúga stund. Bláa lónið er einn af stærstu styrktaraðilum landsliðsins og er því vel við hæfi að fagna góðu gengi ársins á þessum magnaða stað.

Breytingar á skrifstofu LH

Á skrifstofu LH starfar öflugt teymi starfsmanna en 1. nóvember urðu nokkrar breytingar. Berglind Karlsdóttir er nýr framkvæmdastjóri LH, Berglind hefur starfað sem verkefnastjóri á skrifstofunni frá því í janúar 2019. Hjörný Snorradóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri er tekin við starfi verkefnastjóra, Hjörný hefur starfað á skrifstofunni síðan í júní 2017.

Jóhann R. Skúlason er knapi ársins

Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins en hann á þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Einnig á hann hæstu tölteinkunn ársins, 8,90.

Formannafundur LH og 70 ára afmæli LH

Formannafundur LH var haldinn 1. nóvember í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum. Fundurinn var vel sóttur af fulltrúum hestamannafélaga um allt land. Mesti þungi umræðna á fundinum var um nýliðun, æskulýðsstarf og félagshesthús.