Fréttir

Skeiðfélagið Kjarval

Föstudaginn  25. september kl. 17.00 heldur Skeiðfélagið Kjarval  opið skeiðmót á svæði hestamannafélags Léttfeta, Fluguskeiði á Sauðárkróki.

Laufskálaréttir 2009

Velkomin í drottningu stóðrétta landsins, Laufskálarétt 2009, 25. - 26.september. Dagskrá hefst föstudaginn 25.september:

Uppskeruhátíðin verður 7. nóv.

Hápunktur ársins í skemmtanahaldi hestamanna - Uppskeruhátíðin - fer fram á Broadway í Reykjavík laugardaginn 7. nóvember nk. Að hátíðinni standa Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda.

Sölusýning í Top Reiterhöllinni

Sölusýning verður haldin í reiðhöllinni á Akureyri laugardaginn 19. september n.k. kl. 14:00. Frír aðgangur.

Heimildarmyndin Kraftur

Þann 30. september n.k. verður heimildarmyndin Kraftur eftir Árna Gunnarsson, Þorvarð Björgúlfsson og Steingrím Karlsson frumsýnd í Kringlubíói.

Fræðslukvöld ÍSÍ

Fræðslukvöld ÍSÍ fara nú aftur af stað eftir sumarfrí og hefjast fimmtudaginn 17. september nk. á Akureyri og 24. september í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík.

Landsmót hestamanna 2010: Framkvæmdir í undirbúningi á Vindheimamelum

Undirbúningur fyrir Landsmót 2010 á Vindheimamelum í Skagafirði er kominn á fullt skrið. 

Uppskeruhátíð barna og unglinga Léttis 2009

Uppskeruhátíð barna og unglinga verður haldin í anddyri Top Reiterhallarinnar fimmtudaginn 10. sept kl. 18:00. Veitt verða verðlaun fyrir besta knapann í barna og unglingaflokki, bestu ástundun á reiðnámskeiðinu og mestu framfarirnar.

Úrslit frá Meistaramóti Andvara

Árlegu Meistaramóti Andvara er nú lokið. Mótið heppnaðist vel, þátttaka fór fram úr björtustu vonum og aðstæður voru góðar. Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins.

Skrifstofa LH lokuð

Skrifstofa Landssambands hestamannafélaga verður lokuð eftir hádegi í dag, 4.september, vegna sumarleyfa starfsmanna.