Opið hestaíþróttamót Snæfellings

17. maí 2011
Fréttir
Íþróttamót Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldið í Stykkishólmi laugardaginn 21. maí. Íþróttamót Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldið í Stykkishólmi laugardaginn 21. maí.

Dagskrá hefst kl. 10:00, mótið verður flokkaskipt, keppt verður í opnum flokki og í flokki minna keppnisvanra í flokki fullorðinna, en að auki verður sérstök fjórgangskeppni fyrir þá sem eru óvanir í keppni. Mun Lárus Hannesson stjórna þessari keppni. Nánari upplýsingar hjá Lárusi í síma 898 0548.

Dagskrá: (háð nægri þátttöku í öllum flokkum)

�� Forkeppni
Byrjendaflokkur fullorðinna, keppt verður í fjórgangi, keppni stjórnað af þul.
Pollaflokkur, bæði keppt í flokki polla þar sem er teymt og án teyminga.  Allir fá þátttökuverðlaun.

Fjórgangur: Opinn flokkur og minna keppnisvanir, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur.
Fimmgangur: Opinn flokkur og minna keppnisvanir.
Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna-, opinn flokkur fullorðinna og minna keppnisvanir fullorðnir.  Byrjendaflokkur fullorðinna.

�� Úrslit
Fjórgangur: Barna-, unglinga- og ungmennaflokkur.  Minna keppnisvanir, byrjendur fullorðinna og opinn flokkur fullorðinna.
Fimmgangur: Opinn flokkur og minna keppnisvanir.
Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur og minna keppnisvanir, byrjendaflokkur fullorðinna.
Gæðingaskeið: Opinn flokkur
100m skeið: Opinn flokkur

Skráningar fara fram með því að senda tölvupóst á netfangið hrisdalur@hrisdalur.is

Við skráningu þarf kennitölu knapa, skráningarnúmer hests og upp á hvora hönd knapi vill hefja keppni.

Tekið er við skráningum til miðvikudagsins 18. maí kl. 19.

Skráningargjald er 1.500 kr. fyrir hverja skráningu í öllum flokkum nema í barna- og unglingaflokki, en þar er skráningargjaldið kr. 500 fyrir hverja skráningu.

Stjórn Snæfellings