Fréttir

Fréttir frá Sviss

Allir knapar íslenska landsliðsins ásamt hestum eru mættir á mótsstað í Brunnadern. Flestir knaparnir fóru á hrossin sín í fyrsta skipti í dag og eru þeir ánægðir með hvernig hrossin koma undan flutningi.

Skrifstofa LH lokuð

Skrifstofa LH verður lokuð þriðjudaginn 4. ágúst til og með föstudagsins 7.ágúst vegna sumarleyfa. Kveðja starfsfólk LH

Ævintýraferð á Youth Camp

Dagana 17. – 24. júlí sl. fóru fimm íslenskir unglingar á Youth Camp sem haldin var á Winterhorse Farm, Eagle USA, hjá þeim sómahjónum Dan og Barbara Riva. Alls voru 31 þátttakandi frá 9 löndum FEIF.

Landsliðshestarnir í loftið

Seinni partinn í dag mættu landsliðsknaparnir með hesta sína út á Keflavíkurflugvöll til að koma þeim fyrir í gámunum sem fara um borð í flugvélina er flytur þá til Liege í Belgíu.

Viðar og Hreimur á besta tímanum

Í gærkvöld fór fram 100m skeið á Opna Gæðingamóti Sleipnis. Það var Viðar Ingólfsson á Hreim frá Barkarstöðum sem bar sigur úr býtum. Þeir félagar fóru á tímanum 7,73.

Jón Páll og Losti sigruðu

Nú í kvöld fóru fram úrslit í tölti á Opna Gæðingamóti Sleipnis. Það var Jón Páll Sveinsson á Losta frá Strandarhjáleigu sem sigraði 1. flokk með einkunnina 8,00. Í unglingaflokki sigraði Kári Steinsson á Tóni frá Melkoti með einkunnina 7,22.

Gæðingamót Sleipnis

Opna Gæðingamót Sleipnis fer fram á Brávöllum nú um helgina. I gærkvöld var keppt í tölti og skeiði en í dag fór fram forkeppni í öllum flokkum gæðingakeppninnar og úrslit í tölti.

Hestar&Hestamenn - nýtt blað

Þriðja tölublað af Hestar&Hestamenn er komið út. Blaðið er í dagblaðsformi. Í blaðinu eru fréttir og myndir frá FM2009, Íslandsmóti og fleira.

Fákaflug 2009

Fákaflug verður haldið dagana 25. og 26. júlí  og hefst klukkan 10.00 á A-flokki gæðinga. Fákaflug verður haldið á Vindheimamelum.  Að vanda verður keppt í gæðingakeppni í sérstakri forkeppni með þrjá inná í einu. 

Sumarhátíðin á Hellu dagana 13.-16. ágúst

Samhliða sumarhátíðinni á Hellu dagana 13-16 ágúst nk fer fram opin gæðinga og töltkeppni ásamt kappreiðum. Keppt verður í eftirfarandi greinum, A-flokkur, B-flokkur, Ungmenna, Unglinga og Barnaflokkur 100-150-250 metra skeið, 300 metra stökk, Karlatölt og Kvennatölt. Barna, unglinga og Ungmenna Smali og Bjórreið