Fréttir

Reykjavíkur meistaramót - Úrslit fyrsta dags

Dómstörf hófust kl. 16:00 í gær og var keppt í 4-gangi unglinga, 1. flokki og einnig í gæðingaskeiði í öllum flokkum. Hart var barist á öllum vígstöðum og margar glæsilegar sýningar glöddu augu áhorfenda. Ljóst er að úrslitin verða spennandi en þau verða haldin á sunnudag og mánudag. Í dag heldur mótið áfram og er keppt í fimmgangi í öllum flokkum og hefst keppni í fimmgangi ungmenna kl. 16:00. Veitingasalan verður að sjálfsögðu opin og allir hvattir til að mæta og sjá glæsileg hross og snilldar knapa sýna listir sínar.

Kynbótasýning Gaddstaðaflötum við Hellu

Hollaröðun fyrir kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu í næstu viku er að finna á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands www.bssl.is en hún var uppfærð í dag vegna smávægilegra breytinga.

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum

Hollaröð á yfirlitssýningu kynbótahrossa á Sörlastöðum föstudaginn 29. maí og laugardaginn 30. maí 2009 

Styttist í úrtöku fyrir HM

Einar Öder Magnússon landsliðseinvaldur og landsliðsnefnd LH boðaði til fundar um málefni landsliðsins síðastliðinn þriðjudag, 26.05.09, í Reiðhöll Fáks. Einar Öder greindi frá fyrirkomulagi úrtökunnar fyrir HM09 sem haldin verður á félagssvæði Fáks 16.-18. júní.

Skeiðleikar 10. júní

Minnum á næstu Skeiðleika Skeiðfélagsins en þeir verða haldnir miðvikudaginn 10. júní klukkan 20:00. Skráning verður mánudaginn 8. júní og verður hún nánar auglýst þegar nær dregur.

Álfur og Álfadrottning

Fyrsta afkvæmi Álfs frá Selfossi kom í dóma á Sörlastöðum í gær. Það var hryssan Álfadrottning frá Austurkoti, fjögra vetra. Hún er undan Snæfríði frá Þóreyjarnúpi, Skinfaxadóttur frá Þóreyjarnúpi.

Krákur kemur sterkur inn

Krákur frá Blesastöðum kemur sterkur inn sem kynbótahestur. Alla vega ef fyrsta afkvæmi hans í dóm hefur slegið tón til framtíðar. Það er fjögra vetra stóðhesturinn Mjölnir frá Hlemmiskeiði, undan Bliku frá Nýjabæ, Keilisdóttur frá Miðsitju. Hann fékk 8,40 í aðaleinkunn.

Tenór á háu nótunum

Tenór frá Túnsbergi fór yfir 9,0 múrinn fyrir hæfileika á Sörlastöðum í gær. Knapi var Erlingur Erlingsson. Meðaleinkunn Tenórs er nú 9,03, en yfirlit er eftir og hann gæti því hækkað sig enn meir ef hann á góðan dag þá.

Styttist í fría áskrift að WorldFeng

Bændasamtök Íslands hafa fengið félagaskrá LH á tölvutæku formi afhenta úr FELIX félagatalinu. Bændasamtökin vinna nú að því að lesa upplýsingar um alla félaga aðildarfélaga LH inn í WorldFeng.

Nýr starfsmaður LH

Nýr starfsmaður hefur tekið til starfa á skrifstofu LH, Þórdís Anna Gylfadóttir.