Fréttir

Skeifudagurinn á Hvanneyri sumardaginn fyrsta

Skeifudagur Grana verður haldinn hátíðlegur í glæsilegri hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands að Mið-Fossum á sumardaginn fyrsta. Grani er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands. Dagskráin hefst kl. 12:30. Þennan dag sýna nemendur í hrossarækt við LbhÍ afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum.

Tekið til kostanna í Skagafirði

Hin árlega stórsýning í Skagafirði, Tekið til kostanna, fer fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki um næstu helgi, dagana 24. til 26. apríl. Samhliða fer fram fyrsta kynbótasýning ársins. Nemendur og kennarar frá Hólaskóla munu brydda upp á nýjungum og hinar rómuðu kvöldsýningar verða á sínum stað.

Þriðja og síðasta Landsbankamót Sörla

Þriðja og síðasta Landsbankamót Sörla verður haldið á Sörlastöðum 24. og 25. apríl. Sýna skal a.m.k. þrjár gangtegundir í fjórum ferðum. Dómskali Gæðingakeppni gildir. Gefin er ein einkunn fyrir tölt. Ef bæði er sýnt hægt og greitt tölt gildir hærri einkunn.

Reiðvegabætur á Smáraslóðum

Umtalsverðar reiðvegabætur eiga sér nú stað á svæði Smára í Hrunamannahreppi og á Skeiðum. Þegar hefur verið endurnýjaður fimm kílómetra kafli meðfram Skeiðavegi. Frá Skeiðháholtsafleggjara að Brautarholti. Er sá kafli fullfrágenginn.

Top Reiter höllin á Akureyri vígð

Það voru börn og unglingar í hestamannafélaginu Létti sem riðu fyrstir í hús á formlegri vígslu nýrrar reiðhallar á Akureyri og þótt það vel við hæfi. Á eftir riðu fánaberar í salinn og með þeim þingmennirnir Kristján Þór Júlíusson og Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra, og formaður Léttis, Erlingur Guðmundsson.

ALP/GÁK mótið í Gusti

Hið árlega opna töltmót ALP/GÁK fyrir unga fókið fer að venju fram á sumardaginn fyrsta, 23. apríl nk. í reiðhöll Gusts í Glaðheimum í Kópavogi. Keppt er í hefðbundinni töltkeppni í flokkum barna, unglinga og ungmenna.

Líflandsmót Æskulýðsnefndar Fáks - Úrslit

Líflandsmót Æskulýðsnefndar Fáks var haldið í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Úrslit urðu sem hér segir.

Stóðhestaveisla - Skeiðgreinar - Meistaradeild VÍS

Á sumardaginn fyrsta verður blásið til veislu í Ármóti. Þá verður keppt í 150m skeiði og gæðingaskeiði í Meistaradeild VÍS en jafnframt verður boðið upp á stóðhestaveislu.

Stórglæsilegt Kvennatölt

Kvennatölt Gusts fór fram í reiðhöll Gusts í gær. Um 140 skráningar voru á mótið og keppnin feiknarleg hörð og spennandi. Hestakosturinn var frábær og þá ekki síst í opna flokknum þar sem glæsilegar sýningar og háar tölur sáust. Einnig var gaman að sjá hvað keppendur voru snyrtilegir til fara, hrossin vel til höfð og keppnisgleðin í fyrirrúmi.

Líflandsmót - Dagskrá

Dagskrá Líflandsmóts æskulýðsdeildar Fáks er nú klár.